Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
segir Hólmar Magnússon. Um tíma stóð hluti efri hæðar gamla
hússins, og þar uppi sváfu synirnir. Nýja húsið var nefnt
Brekka, en öll hús í bænum hlutu nafn að tilmælum Kristjáns
Linnets sýslumanns. I daglegu tali var það þó ávallt nefnt Sölva-
hús og heitir svo enn meðal eldri bæjarbúa, nú Skógargata 8.
Sölvi reisti sér smiðju á Sauðárkróki fyrsta árið, sem þau
Stefanía bjuggu í þorpinu, lítinn skúr fyrir sunnan Hótel Tinda-
stól. Hann aflaði „sér ekki nafnsins smiður með iðnréttindum
að loknu löngu námi,“ segir sr. Helgi Konráðsson í útfarar-
ræðu, „heldur fyrir meðfæddan hagleik sinn og stranga ögun í
sjálfsnámi. Voru smíðar hans jafnan vandaðar og traustar, og
jafnt smíðaði hann tré og járn.“
Sölvi reisti sér aðra smiðju við hliðina á húsi sínu við Skógar-
götu, enda var þeim hjónum nauðsyn að drýgja tekjur sínar
með smíðunum. I vinnudagbók Sölva 1914-16, sem að mestu er
skrifuð með blýanti, skýrri og öruggri hendi, má sjá, að verk-
svið hans var víðtækt. Fyrir Eggert Kristjánsson söðlasmið hef-
ur hann lagað olíugeymi, járnað og gert við fjölda kláfa, sett lok
á dósir og lóðað fyrir, smíðað skautajárn, gert við stól o.fl. Jón
Pálmason, síðar bóndi á Þingeyrum, hefur fengið skaflajárn
skerpt, og smiðurinn hefur dregið undan hestunum og járnað á
nýjan leik, auk þess hefur hann gert við beizlisstangir og klyf-
beragjörð. Sigurður Jónsson á Reynistað kaupir einn gang af
skaflajárnum þann 19. janúar 1915 og geldur fyrir tvær krónur.
Sölvi hefur gert við taðkvörnina á Reynistað, fest skauta á skó
og „smíðað og gert við stykki úr sláttuvél og ferð að Reynistað"
7 kr. Hann smíðaði margt fyrir Hinar sameinuðu verzlanir:
Hurða- og hespukeng, 42 stk. gluggajárn, gerði við lykil, vigt,
þakrennu og eldstó, smíðaði hjól áflaggstöng, ístöð, helgrímu-
járn og ljábakka. Arið 1916 smíðaði hann 60 skrúfbolta í
bryggjuna á Blönduósi. Þessu til viðbótar má nefna brenni-
mörk, tóbakspontur, öxla í alls konar vélar, auk þess sem hann
steypti beizlisstengur og gerði við byssur; fór þó aldrei með
byssu sjálfur, nema aflífa þyrfti skepnu. Þegar bílaöld gekk í
24