Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 28
SKAGFIRÐINGABÓK
Þann tíma, sem vinnubókin nær yfir, er aðallega greitt í pen-
ingum, en þó eru dæmi um greiðslur í fríðu; Friðvin Asgríms-
son á Reykjum leggur inn sex pund af smjöri. Það var þó al-
gengara fyrir stríð, að menn gyldu fyrir smíðar með búsafurð-
um sínum eða úttekt í verzlun.
I fyrstu hafði Sölvi afl og fýsibelg. Fíann var stundum seinn
til verks, en afar mikilvirkur, þegar hann var kominn að starfi.
Hann stóð við aflinn og raulaði, en mjög oft komu einhverjir til
skrafs, þegar þeir heyrðu höggin dynja á steðjanum, en hann
hélt sínu striki við smíðarnar. - Sölvi varð sér fljótlega úti um
stigna smiðju, enda sparaði hún honum erfiði.
Stundum var erfitt að fá járn til smíða. Á stríðsárunum 1914-
18 var svo mikið járnleysi, að Sölvi þurfti að hafa allar árar úti
til að ná í járn. Hann greip m.a. til þess ráðs að láta stráka sína
grafa upp legufæri Víkings, sem strandaði við Sauðárkrók á
gamlaársdag 1899, en þau lágu grafin í kambinum. Þetta var
stórskipakeðja, og hvern hlekk rak hann niður í skeifnatein, og
dugði hlekkurinn í ganginn.
Á haustin var alsiða að sjóða niður kjöt. Húsmæður komu til
hans með dósirnar, sem hann lóðaði aftur. Eftir nokkurn tíma
þurfti að stinga á þeim til þess að hleypa út lofti og síðan lóða
aftur fyrir gatið. I vinnubókinni eru ótal dæmi þessa. „Hvenær
sem hugvits var þörf eða tæknin fór úrskeiðis var sjálfsagt að
leita til Sölva,“ segir Helgi Hálfdanarson.
Börn sóttust eftir að fylgjast með Sölva í smiðjunni. „Oft
stóðu þar í dyrum ungir snáðar úr Norðurkrók," segir Helgi,
„og störðu hugfangnir á, hvernig smiðurinn tók hvítglóandi
járnbút af aflinum með stórri töng, lagði hann á steðjann og lét
sleggjuna dynja með neistaflugi unz fagurlega gerð skeifa
hvæsti í herzluþrónni. Einhver hefði sjálfsagt stuggað við svo
nærgöngulum gestum, sem kannski voru vísir til heimskupara.
En það hefði Sölvi Jónsson gert síðast alls. Hann leit á þessa til-
vonandi athafnamenn með hlýja glettni í augum eins og hann
segði: „Vilt þú reyna, vinskapur?““
26