Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 29
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
Fyrsti bíllinn kom til Sauðárkróks sumarið 1926. Arni Daní-
elsson var að koma frá Ameríku til að setjast að á Sjávarborg og
sendi á undan sér nýjan vörubíl af Chevroletgerð. Nærri má
geta, að Króksarar hafa streymt niður á bryggju til að sjá þessa
nýlundu, og meðal þeirra var Helgi Hálfdanarson: „Þegar að
því kom að flytja ferlíki þetta upp Sauðárkróksbryggju og á
geymslustað, vandaðist málið. Þó að vagninn virtist vera á góð-
um hjólum, var engin leið að mjaka honum úr stað, hvernig sem
ýtt var og togað. Þarna hafði safnazt múgur og margmenni, en
enginn kunni lausn á þvílíkri gestaþraut. Brátt varð mönnum
ljóst, að hér var aðeins eitt til ráða: „Kallið á Sölva!“ Var nú
maður í snatri sendur þangað sem Sölvi Jónsson smiður stóð við
aflinn í eldsmiðju sinni, og upp var borið brýnt erindi.
Þegar Sölvi kom á vettvang, leit hann á gripinn með gætinni
aðdáun, en þvílíkt apparat hafði hann aldrei augum litið. Hann
gekk hægt í kringum vagninn, gaf honum glöggt auga utan og
innan, ofan og neðan, settist síðan undir stýri, tók á einhverju,
enginn vissi hverju, og sagði rólega: „Ytið nú, piltar!“. Og það
var sem við manninn mælt, bíllinn rann mjúklega af stað í fyrstu
ökuferð bifreiðar í Skagafirði.“
Sölvi og Stefanía fóru í kaupavinnu fyrsta sumarið, sem þau
bjuggu á Sauðárkróki, en næstu ár stundaði Sölvi smíðar, en var
þó einnig til sjós. Eftir því sem börnunum fjölgaði reyndist
örðugra að lifa af smíðum húsbóndans, þótt hann væri mikil-
virkur. Árið 1907 fór Sölvi til Akureyrar á vegum Gránufélags-
ins til þess að kynna sér gæzlu og viðhald véla. Naumast hefur
námskeiðið verið ítarlegt, því það tók einungis viku. Sölvi tók
síðan við vélgæzlu á mótorbátnum Fram, þegar hann kom heim
frá námi sínu; Króksarar kölluðu Fram aldrei annað en Grána.
Theódór Friðriksson var um tíma samskipa Sölva: „Eg gladdist
yfir góðum afla, og dró ekki úr, að vel væri sótt. Og svo var
Sölvi með jafnlyndið og sögurnar, sem ekki tóku nokkurn
enda.“
Fram var gerður út frá Sauðárkróki til 1914, en þá var bátur-
27