Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 31
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
sem komu með strandferðaskipinu frá Reykjavík. Gamli stóri
Tuxham-mótorinn var steyptur niður og hann sneri með reim
stórum dínamó. Síðar kom annar minni mótor, Westa, og við
hann dínamór. Þá var mælaborð með rofum, mælum og þráð-
um sett á lóðrétta marmaraplötu. Inn í melinn var grafið hús
með tjörupappalögðu risi. Þar voru á hillum sýrugeymar úr
gleri með blýelementum og glerpípum, fylltir geymissýru, sem
áttu að halda ljósum lifandi þegar mótorarnir voru ekki í gangi.
. . . Fram á hlaðinu var svo grafinn afskaplega djúpur brunnur
og raðað í hann botnlausum olíufötum hverju ofan á annað, lok
sett yfir og kælivatnið frá vélunum leitt út í brunninn."
Gamli mótorinn var sífellt að bila, „og svo fór, að enginn gat
við hann tjónkað, nema Sölvi. Hvað eftir annað sá hann öðrum
betur hvað aflaga fór, og gat með hagleik sínum og ráðkænsku
haldið þessu skrifli gangandi, þar til unnt var að sjá málum raf-
veitunnar borgið á annan hátt,“ segir Helgi Hálfdanarson.
Fyrsti ljósastaurinn stóð á hlaði Sölvahúss, og þar var einnig
skært útiljós. „Þegar svo Sölvi setti mótorana í gang og tendraði
ljósin, fyrst á sjúkrahúsinu og síðan um allan Krókinn, fór það
ekki milli mála hver var hetja dagsins," segir Hólmar Magnús-
son. „En oft hef ég hugsað um það, hvernig hann Sölvi gat ein-
samall tekið við þessu dóti öllu og haldið því gangandi. Eg sá
hann oft í mótorhúsinu kófsveittan í svælu og reyk strita við að
koma gamla Tuxhaminum í gang og standa við mælaborðið
umluktan eldglæringum, þegar hann var að setja strauminn á
kerfið. Eða hvernig hann botnaði í öllu þessu krami, passaði, að
það væri nóg af brennsluolíu, smurolíu og geymasýru. Hann
þurfti líka að hafa bókhald um eyðslu o.fl. þess háttar. Eg varð
var við, að hann var að lesa sér til í bókum um þessi fræði. Þær
voru áreiðanlega á dönsku.“
Sölvi tók við vörzlu vatnsrafveitunnar við Sauðá, þegar hún
var tekin í notkun 1933. Hann fór til vinnu í bítið á morgnana
og kom heim þegar kvöldsett var orðið, oft seint. Hann skauzt
heim í hádegismat, en hafði með sér miðdegiskaffi. Iðulega
29
L