Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 32
SKAGFIRÐINGABÓK
sleppti hann nætursvefni til þess að lesa. Hann gegndi starfi
vélgæzlumanns við Rafveitu Sauðárkróks unz hann tók
banamein sitt árið 1942.
IV
Stefanía vann alltaf heima, enda fæddust börnin hvert af öðru,
og verkahringurinn var stór. Hún hafði mikinn áhuga á bú-
skap og átti skepnur til æviloka. Nokkrar geitur hafði hún í
kjallara hússins til mjólkur, en þær voru fremur illa séðar. Hún
lét börnin reka þær upp í Skógarhlíð til beitar, en þær voru
heimsæknar og gerðu oft óskunda í görðum. Þess vegna var
þeim fargað um 1920, og þau Sölvi keyptu kú til að sjá heimilinu
fyrir mjólk. Stefanía hafði í fjósi fram um 1957.
Þegar vatnsrafstöðin var tekin í notkun, keypti Sölvi skúrinn,
sem Rafveitan hafði reist áfastan húsi hans, og þar fékk kýrin
sinn bás. Þar sem nú stendur Skógargata 6 áttu þau fjárhús, unz
þeim var úthlutað túni á Nöfum 1928. Að jafnaði hafði Stefanía
20-30 fjár. Matjurtagarð hafði hún alla tíð í brekkunni sunnan
og ofan við húsið, ræktaði þar kartöflur og aðrar nytjajurtir.
Stefanía heyjaði handa skepnum sínum á engjum í Grænhóli
fram á Skógum, eða annars staðar þar sem slægjur fengust.
Kristinn P. Briem átti Grænhól ogleigði kaupstaðarbúum skika
til heyskapar, það land, sem hann þurfti ekki til eigin brúks.
Hann bætti landið talsvert, lét t.d. grafa skurð frá Vötnum upp
í mýrarflárnar og vestur í Miklavatn. Fyrstu tvö árin, sem
Stefanía heyjaði í Grænhóli, fór kaupmaður með henni og
mældi allt landið í dagsláttur, stikaði það og rak niður hæla.
Þetta færði hann á kort, sem síðan hékk á kontórnum í Briems-
búð. Dagsláttan kostaði 5 krónur, þurrkvöllur innifalinn.
Stefanía hafði ávallt sama stykkið, um 13 dagsláttur.
Stefanía hafði syni sína, oftast Svein, með sér í heyskap í
Grænhól, stundum annan strák eða kaupamann, sem hún réð í
eina viku; sjálf lá hún við í allt að þrjár vikur. Hún fór ævinlega
30