Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 34
SKAGFIRÐINGABOK
snemma, og allir hömuðust við að rifja og raka, koma heyi á
þurrkvöll og í bólstra. „Um hádegi sjáum við,“ segir Sveinn
Sölvason, „hvar einhver kemur ríðandi utan bakka, og vissum
við ekki ferða von, en sjáum um síðir, að Elísabet Rósantsdóttir
er komin til hjálpar við þurrkinn. Mömmu þótti mikið um og
bað guð að hjálpa sér. „Að hún Elísabet skuli gera þetta!““
Fólkið var við hey fram í myrkur, og þau Stefanía, Sveinn og
Sigurður voru rétt að ganga til náða, þegar guðað var á glugga.
Þar var kominn Jón Eðvald og sagði þau tíðindi, að Elísabet
hefði tekið léttasótt. Honum hafði dottið í hug að róa með hana
út Miklavatn og komast að Sjávarborg, en Stefanía aftók það með
öllu. Nú voru höfð snör handtök. Jón og Stefanía brutu upp dyr
að Austurstofu, en Sveinn og Þuríður sóttu hross, sem kaup-
maður átti í girðingu, og Sigurður Guðmundsson reið í loftinu
út á Krók til þess að sækja ljósmóður og föt, en ekkert var til af
hreinum fatnaði. Ketill var settur upp og búið um Elísabetu í
öðru rúminu í Austurstofu.
Hófaskellirnir voru naumast þagnaðir, þegar barnið fæddist;
vatnið var ekki orðið heitt. Hófust þá miklar fyrirbænir, því að
ekkert hreint var til að binda um naflastrenginn. Að lokum reif
Stefanía ræmu af skýluklút, batt fyrir, og síðan var skilið á milli.
Ingibjörg ljósmóðir Frímannsdóttir kom frameftir um nóttina
og var hjá Elísabetu, en næstu nótt var hún kölluð til konu á
Sauðárkróki. Elísabet Rósantsdóttir lá sína sængurlegu í Græn-
hóli og fór ríðandi heim með drenginn, Friðrik Jónsson, síðar
byggingameistara á Sauðárkróki. Hann er síðasta barnið, sem
fæðzt hefur í Grænhóli. Skv. kirkjubók gerðist þetta 6. ágúst
1925, en Friðrik segist vera fæddur þann 7. ágúst.
Eftir því sem skepnum fjölgaði þurfti Stefanía víðar að fá
slægjur og sparaði ekki sporin. Arið 1928 fékk hún tún á
Nöfum, beint fyrir ofan Sölvahús. Þar reisti hún hús í samlög-
um við syni sína, Kristján og Sölva, og átti þar kindur til dauða-
dags.
Fyrri búskaparár sín tók Stefanía ætíð upp mó, hafði stráka
32