Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 35
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
sína með sér, stundum bónda sinn ef hann hafði tóm til. Það
kom sér oft vel, ekki sízt veturinn 1918. Mörg ár drýgði hún
tekjur heimilisins með því að svíða hausa og fætur fyrir bæjar-
búa og notaði þá smiðju Sölva. Þá hafði hún mörg járn í eldi,
„sjóðhitaði þau og straujaði hausa bak við eyru eða lét strákana
gera það. Þá var nú fjör í smiðjunni og fyrir utan hana,“ segir
Hólmar Magnússon.
V
Stefanía og Sölvi eignuðust sjö börn:
Albert Guðmundur fæddist 11. júlí 1903. Hann var lengst
járnsmiður á Akureyri, lézt 5. nóvember 1971. Kona hans var
Karólína Gísladóttir. Börn þeirra eru Jón Guðmann og Stefanía
Kristín. Albert hét í höfuðið á Páfastaðahjónum, Albert og
Guðrúnu.
Kristín Margrét fæddist 1. október 1905. Hún vann um ára-
tugaskeið við afgreiðslu í Syðribúð Kaupfélags Skagfirðinga,
sem svo var kölluð, vefnaðarvörudeildinni. Kristín heitir eftir
alnöfnu sinni, konu Jóns Stefánssonar á Völlum, og Margréti
systur Stefaníu.
Sveinn Jón fæddist 22. september 1908. Hann var til sjós og
stundaði verkamannavinnu á Sauðárkróki. Kona hans var Mar-
grét Kristinsdóttir. Börn þeirra eru Sigurlaug, Stefanía Herdís
og Sölvi. Sveinn heitir eftir Jóni afa sínum á Völlum og Sveini
afabróður sínum, sem kenndur var við Velli.
Kristján Þórður fæddist 5. september 1911. Hann hefur um
áratugaskeið annazt vélgæzlu hjá Fiskiðjunni á Sauðárkróki.
Hann er skírður í höfuðið á Kristjáni Þórði Blöndal póst-
afgreiðslumanni á Sauðárkróki, en þau Alfheiður kona hans
voru traust vinafólk Sölva og Stefaníu.
Sölvi Stefán fæddist 24. október 1914. Hann hefur um áratugi
unnið við hlið Kristjáns bróður síns hjá Fiskiðju Sauðárkróks
3 Skagfirdingabók
33