Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 36
SKAGFIRÐINGABÓK
Sölvi og Stefanía með bórn sín og fósturson. Kristín situr hjá Sölva, en
strákarnir eru, f.v.: Maríus, Kristján, Albert, Sveinn, Sölvi, Örn ogjónas.
Myndin er tekin um 1933. Einkaeign
við vélgæzlu. Kona hans var Lilja Jónsdóttir. Sölvi Stefán heitir
í höfuðið á foreldrum sínum
Tvíburarnir, Jakob Maríus ogjónas Kristjánsson fæddust21.
nóvember 1917. Maríus var starfsmaður prentsmiðjunnar Eddu
í Reykjavík, býr nú á Sauðárkróki. Jónas var kennari og verk-
stjóri í Kópavogi. Hann lézt 26. júlí 1975. Ekkja hans er Magn-
fríður Júlíusdóttir. Börn þeirra eru Sölvi, Stefanía, Kristján,
Jóhanna og Kristín. Tvíburarnir heita í höfuðið á Jakobínu
Jóhannsdóttur og Maríusi Pálssyni, sem bjuggu allmörg ár í
Sölvahúsi, og Jónasi lækni, sem tók á móti þeim.
Stefanía og Sölvi ólu upp Orn Sigurðsson, bróðurson hús-
freyjunnar, tóku hann að sér haustið 1932, en Sigurður Ferdín-
andsson lézt 3. september það ár. Orn var veðurathugunarmað-
ur á Sauðárkróki. Hann lézt 12. nóvember 1970. Ekkja hans er
34