Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 38
SKAGFIRÐINGABÓK
miklar mætur á Kristjáni Fjallaskáldi, Steingrími og Jónasi.
Hún kunni flesta sálma skáldprestanna Matthíasar og Valdi-
mars Briem, auk annarra, hafði enda góða og háa sópranrödd á
yngri árum og söng ætíð í kirkju á Mælifelli hjá Arna Eiríkssyni
organista á Reykjum, sem og á Ríp. Hún kunni alla Passíusálm-
ana og fór með þá á föstunni; raulaði eða flutti með eftir að
útvarp kom í Sölvahús. Hún kunni lag við flesta Passíusálma.
Ævintýri og þjóðsögur voru henni hugleikin, ekki sízt sögur af
útilegumönnum og huldufólki.
Sífellt var Stefanía með vísu eða lagstúf á vörum við vinnu
sína og miðlaði börnum sínum, kenndi þeim lög og ljóð. Þegar
þau voru í æsku, hafði hún þau í kringum sig í rökkrinu inni í
eldhúsi meðan beðið var ljósatíma, opnaði neðra hólfið á ofnin-
um inn að ristinni, svo eldrauður bjarmi frá kolaglóðinni blasti
við, og sagði þeim sögur eða söng fyrir þau.
Stefanía fór í lengsta ferðalag sitt um ævina, þegar hún var 83
ára gömul, suður til Reykjavíkur og á Þingvöll. Vísur kunni
hún, sem á einhvern hátt tengdust nær öllum bæjum, sem Krist-
ín og Albert börn hennar gátu nafngreint á leiðinni.
VI
Sölvi og einkum Stefanía héldu í heiðri alla þjóðlega siði, sem
þau höfðu alizt upp við. Hún bakaði ævinlega sérstakar lumm-
ur á fyrsta dag þorra og breytti þá til betra í mat, ef kostur var,
einnig fyrsta dag góu og einmánaðar. Á fyrsta sumardag var
hangikjöt í matinn, ef það var til. Þann dag var líka farið í
skessuleik með krakkana, ef veður leyfði; síðast með tvíburana
og Björn Jónsson, Björnssonar, síðar lækni í Kanada, þegar
Stefanía var komin á sextugsaldur.
Bolludagur var mjög fjörlegur, allir hýddir í bak og fyrir og
ævinlega bakaðar bollur.
36