Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 40
SKAGFIRÐINGABÓK
setzt að spilum heima hjá sonum hennar, Sveini og Sölva, og var
þá glatt á hjalla.
A gamlaárskvöld, gjarnan eftir messu, gekk Stefanía út á
tröppur á Sölvahúsi og sagði: „Komi þeir sem koma vilja, fari
þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.“ Hún var
sannfærð um tilvist huldufólks. Þau Sölvi munu bæði hafa haft
einhvern vott ófreskisgáfu og hugsuðu mikið um eilífðarmál,
einkum Stefanía. Hún var trúuð, en aðhylltist ekki útskúfunar-
kenningar; mun hafa blöskrað þær predikanir, sem hún heyrði
í bernsku hjá sr. Eggerti á Höskuldsstöðum. Hún hafði mætur
á sr. Matthíasi og sr. Páli í Gaulverjabæ. Hún fór ætíð í messu,
þegar næði gafst frá umönnun barna. „A helgum dögum, eink-
um hátíðum, gat að líta prúðbúið par ganga til kirkju. Þar fór
þrekinn maður og herðabreiður í stórum svörtum yfirfrakka,
svipmikill með dökkt yfirskegg, tilgerðarlaus og glaðlegur í
bragði. Við hlið hans gekk léttstíg kona meðalhá, klædd peysu-
fötum með svart sjal. Sölvi og Stefanía,“ segir Helgi Hálfdanar-
son. Hvern dag byrjaði Stefanía með því að ganga út á tröppur
og signa sig.
Sölvi og Stefanía fengu útvarp um 1935. Heimilisfólk og
ýmsir nágrannar hlustuðu mikið, og aldrei var skrúfað fyrir
guðsþjónustur. Kristrún Schram, nágranni þeirra, kom oft að
hlusta á messur, og í upphafi tóku þær Stefanía þátt í messunni
sem væru þær í kirkjunni, stóðu upp, sungu sálmana o.s.frv.
Stefanía reis alla tíð á fætur undir blessunarorðum í útvarps-
messu. Þráður var leiddur úr útvarpinu í Sölvahúsi heim til Mál-
fríðar og Þorkels nágranna þeirra „í gamlan hátalara, sem okkur
hafði áskotnazt," segir Hólmar Magnússon, „svo við gátum
hlustað á fréttir og erindi þegar útvarpið var opið. Líklega er
það rétt ein skuldin, sem þessi hjón fengu aldrei greidda. Þær
voru margar fleiri og samfélagið allt í stórri þakkarskuld við
þau.“
Stefanía hlustaði mikið á útvarp, sögur, ljóðalestur og ýmsa
frásöguþætti. Svo næm var hún á vísur, að hún lærði þær eftir
38