Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 42
SKAGFIRÐINGABOK
undirlagi Jóhönnu í Borgargerði, en hún kvað þann sið hafa
verið haldinn á Sjávarborg. Þá var byrjað að spila eftir hádegi á
sunnudag, og sátu við borðið Jóhanna, Pálmi á Stöðinni, Stef-
anía og einhver af hennar fólki. Síðan var spilað til kvölds. Þá
kom Sölvi heim úr rafstöðinni og tók við af konu sinni og spil-
aði til morguns, er hann fór í vinnuna. Einhver tók þá við spil-
um hans, og lauk setunni um klukkan 9-10 að morgni; einungis
Pálmi og Jóhanna spiluðu allan tímann.
Menn gengu rösklega að spilum og börðu í borðið, ef þurfa
þótti; á kyrrlátum vetrarkvöldum heyrðust höggin niður á Stöð
og suður í Melsteðshús, þar sem Ogmundur Magnússon bjó
með fjölskyldu sinni; þau voru heimilisvinir.
VII
Sölvi og Stefanía gengu í stúku á Sauðárkróki 1902 og'störf-
uðu þar, Stefanía einungis örfá ár, því börnin bættust á arma
hennar hvert af öðru. Sölvi var til æviloka í stúkunni og gegndi
þar öllum embættum.
Sölvi tók snaran þátt í leikstarfsemi stúkunnar. Hann lék í
mörgum leikritum, t.d. öll árin frá 1902-17 og þótti takast einna
bezt upp í Skugga-Sveini, en þar lék hann Ögmund árið 1907 á
móti Benedikt Jóhannssyni; síðar lék hann sjálfan Svein. Krist-
ján Hansen vegaverkstjóri kallaði Sölva ætíð fóstra, eftir að þeir
léku saman í Skugga-Sveini, en hann lék Harald. Sölvi aðstoð-
aði við ýmsar sýningar með margvíslegum hætti eftir að hann
fór sjálfur af fjölunum.
Ævinlega var sýnt í Gúttó, og nutu leikritin vinsælda, ekki
sízt meðal barna. Þau þutu „í einum grænum suður í Gúttó"
segir Helgi Hálfdanarson. „Síðan er beðið með logandi eftir-
væntingu, sagðar æsispennandi furðusögur, sem kvisazt hafa úr
heimi leikbókmenntanna, og kannski tuskazt ofurlítið til af-
þreyingar, þangað til vekjaraklukka glymur að tjaldabaki í
40