Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 44
SKAGFIRÐINGABÓK
Sölvi smiður upp á bekk, teygir sig tólf álnir til lofts og slekkur
á stóra olíulampanum. Tjaldið er dregið frá, og á dýrlegasta
leiksviði veraldar gerast ævintýr, sem aldrei gleymast.“
Stefanía hélt upp á afmæli sitt, þegar hún varð sjötug, og sam-
eiginlega með Kristínu dóttur sinni þegar hún varð áttræð, en
þá átti Kristín fimmtugsafmæli. Hún veitti vín í þessum mann-
fagnaði, en margir sóttu hana heim og var slegið á létta strengi,
mikið sungið og kveðið, ræður fluttar og henni færð ljóð.
Stefanía hafði gaman af að dreypa víni á gesti sína; átti ætíð
ljúfar veigar á litlum pela. Hún sat á friðarstóli í ellinni í skjóli
barna sinna í Sölvahúsi, Kristínar og Kristjáns. Margir komu til
þess að ausa af brunni ættfræðiþekkingar hennar, Lúðvík
Kemp, Jón á Reynistað, Stefán á Höskuldsstöðum, Kristmund-
ur á Sjávarborg. Gísli frá Eiríksstöðum var tíður gestur, og fóru
þau með vísur hvort fyrir annað og spjölluðu um gamla tíma.
Sölvi og Stefanía settu saman vísur að gamni sínu, um börnin,
daginn og veginn. Stefanía þurfti að kaupa inn fyrir jól:
Kaffi, sykur, kúrenur,
hveiti, sveskjur, rúsínur,
sakurgrjón og sardínur,
saftina fína og eldspýtur.
„Og sardínur til stuðuls," bætti hún við.
Stefanía hélt mikið upp á sumardaginn fyrsta og orti þessar
vísur þann dag:
Nýjan búning allt fer í,
eyðist vetrarkali,
þegar sólin sumarhlý
sveipar fjöll og dali.
42