Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 45
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
Skýin hanga hélugrá
hafs að vanga svölum.
O mig langar sól að sjá
og sumar anga í dölum.
A elliárum varð henni að orði:
Hrannar mjallar hrundin fróm
hreyft sig varla getur.
Svona falla fögur blóm,
fer að kalla vetur.
VIII
Sölvi Jónsson veiktist vorið 1942 og komst ekki aftur til starfa.
Þá um sumarið var hann sendur til Reykjavíkur, þar sem
hann var skorinn upp, en ekki tókst að komast fyrir meinið.
Hann var rúmt ár syðra, en kom heim sumarið 1943 og lézt 10.
október 1944. Banamein hans var krabbi. Hann naut
umönnunar konu sinnar og barna, en þau áttu hauk í horni þar
sem var Hallfríður Jónsdóttir hjúkrunarkona. Margir heim-
sóttu hann á sjúkrasæng, og andlegu fjöri sínu og kímni hélt
hann fram undir það síðasta. „Við Sölvi bjuggum saman í 42 ár,
og man ég aldrei eftir neinu sundurlyndi,“ segir Stefanía. „Það
var því þungt áfall, er hans missti við.“
Sjúkdómsárin „gáfu þessum vel gefna manni stundir til
umhugsunar þess, sem honum var kært,“ segir sr. Helgi Kon-
ráðsson í húskveðju, „og honum var gefin sú blessun að geta
mælt síðastra orða hina fegurstu bæn mannssálarinnar: „Faðir,
í þínar hendur fel ég anda minn.““
Stefanía Ferdínandsdóttir lézt þann 12. ágúst 1962, 86 ára að
aldri, á heimili Alberts sonar síns á Akureyri, þar sem hún var
43