Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 46
SKAGFIRÐINGABÓK
á ferð. Að kvöldi dags kenndi hún máttleysis og var látin innan
tíðar.
„Við kvíðum flestöll fyrir dauðanum,“ sagði Stefanía á efri
árum, „enda þótt við viljum ekki gera okkur það ljóst. Og þeir,
sem ellin er farin að há, munu vera með sama markinu brenndir
vel flestir og yngra fólkið, sem er í fullu fjöri, vilja ógjarna skilja
við þetta líf. Og er það nema von, að þeir, sem lengi hafa lifað,
séu farnir að sætta sig svo við lífið og tilveruna, að þeir séu ekki
aufúsir vistaskiptanna. Og svo er annað, sem mun hvarfla að
okkur, sem eigum aðeins eftir lítinn spöl: Við höfum ekki lifað
lífinu eins vel og við höfum getað, og í hugskoti okkar vaknar
því spurningin: hvernig verða vistaskiptin, og geigurinn gamli
frá barnsárunum læsist um hjartað.
Syndagjöldin sárlega
særa öld með pínu.
Eg óttast fjöldann afbrota
á ævikvöldi mínu.
Svo var einu sinni kveðið, en vísunni svarað svo:
Syndahrísið særir hart
sekan mig án efa,
en guð er vís, þó mein sé margt
mér að fyrirgefa.
Og það verður von okkar allra, að okkur verði fyrirgefin
misstigin spor. Og ég hef þá trú, að líf hvers einstaklings miði að
því að leita sér jafnvægis í þessu tilliti. I lífinu skiptast á skin og
skúrir, og sjálf vitum við ekki fyrirfram, hvað okkur er fyrir
beztu. Við hljótum ávallt að reyna það, að æskudraumar okkar
eiga sjaldnast að fullu samleið með veruleikanum. Og hví skyldi
sorgin ekki eiga sér tilgang eins og gleðin? Við höfum mátt gráta
gleði okkar og leita okkur hugsvölunar í sorginni, oft og einatt,
44