Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 47
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
því að hin dýpsta sorg verður stundum uppspretta dýpstu gleð-
innar.“
IX
Eftir að Stefanía fargaði kúnni sinni fékk hún vetrarpart mjólk
hjá Sveini syni sínum, sem átti kú í fjósi. Sá sem þetta ritar
hafði þann starfa með höndum í æsku að færa henni mjólkina.
Hún sat gjarnan í suðvesturstofunni með prjóna sína og raulaði
eða spjallaði við gesti. Kötturinn Búddi - síðar kom Brandur -
lá og malaði, og hún gaf sér góðan tíma til að spjalla við
mjólkurpóstinn, vék ætíð einhverju góðgæti að honum. Stund-
um var það brjóstsykur eða súkkulaði, endrum og eins væn
sneið af lundabagga eða magál, flaska af maltöli. Oft tók hún
upp spilastokk og gaf í kasínu eða marjas. Þá sem endranær var
gott að koma í Sölvahús.
Heimildir
Uppistaðan í þessum þætti eru frásagnir barna þeirra Sölva og Stefaníu, einkum
Kristínar, sem skráðar voru sumurin 1986-89. Það sem orðrétt er haft eftir Stef-
aníu er annars vegar sótt í viðtal Kristmundar Bjarnasonar við hana, sem birtist
í Heima er bezt, 10. tbl. 1952, hins vegar í tvo þaetti, sem Kristmundur skráði
eftir henni og birti í bókinni Langt inn í liðna tíð. Minningaþattir frá 19. öld.
Ak. 1952. Hinn fyrri heitir Um daginn og veginn fyrir 60-70 árum (bls. 135-
168), sá seinni Hafnaheimilið um 1890 (bls. 169-178).
Helgi Hálfdanarson skáld, Hólmar Magnússon smiður og Kristmundur
Bjarnason rithöfundur komu oft í Sölvahús og skrifuðu mér ágæt bréf, dags. 14.
október 1990, 26. október 1990 og 23. nóvember 1990. Til þeirra er óspart
vísað.
45