Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 51
KONRAÐ GISLASON MALFRÆÐINGUR
an fyrir Hallgrím Scheving, kennara við Bessastaðaskóla, m.a.
að samanburði á íslenzkum fornritum og er næsta víst að þar
hafi áhugi hans á fornritarannsóknum kviknað. En Konráð hef-
ur án efa einnig kynnzt orðabókarstörfum hjá Hallgrími, því að
á þeim árum, sem Konráð er við skólann, stendur orðasöfnun
Hallgríms sem hæst. Jakob Benediktsson hefur bent á að hand-
riti að elzta safni hans, sem varðveitt er í Landsbókasafni (Lbs.
220 8vo), hafi verið lokið skömmu eftir 1830 (Jakob Benedikts-
son 1969:99).
Haustið 1831 hélt Konráð utan til náms í lögfræði, enísjálfs-
ævisögu hans kemur fram að hann hafi haft „margt annað í hjá-
verkum — einkum þó tungumál - án fastrar stefnu“ (Björn M.
Olsen 1891:6). Þremur árum síðar átti hann ásamt fleirum þátt
í að tímaritið Fjölnir hóf göngu sína. Þáttur Konráðs í tímarit-
inu og áhrif hans á málfar þess og efni er meiri en menn gera sér
almennt grein fyrir. Hann gefur þetta sjálfur í skyn í bréfi til
konungs dagsettu 13. desember 1847. Þar segist hann hafa, auk
þýðinga, skrifað greinar um málleg efni í ritið og haft eftirlit
með stíl þess sem hlotið hafi almenna viðurkenningu á Islandi.
Ahrifa málhreinsunarstarfs Konráðs gætti langt fram á öldina.
Konráð sótti um styrkþegastöðu við Árnasafn í Kaupmanna-
höfn 1835 en hlaut hana ekki. Jón Sigurðsson varð þá hlut-
skarpari. Staða við Árnasafn varð aftur laus 1839 og fékk Kon-
ráð hana í þetta sinn. Þar með má segja að ævistarf hans hafi ver-
ið ráðið.
Konráð var alltaf mjög félítill og þegar staða í íslenzku losn-
aði við Lærða skólann 1846, sótti hann um hana og fékk. Hann
hélt þó ekki heim til íslands og raunar átti hann aldrei þangað
afturkvæmt. Áhrifamönnum í Kaupmannahöfn varð ljóst að
missir yrði af því ef Konráð færi frá Höfn. Hann var því hvattur
til að sækja um að verða settur lektor í fornnorrænu við háskól-
ann, og gerði hann það með áðurnefndu bréfi til konungs. Hér
er ekki tími til þess að vitna til umsagna manna um fræði-
mennsku Konráðs en ljóst er að hann hefur verið mikils metinn
4 Skagfirdingabók
49