Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 54
SKAGFIRÐINGABOK
En hverfum nú aftur til Frum-parta íslenzkrar túngu. í for-
mála kemur glöggt fram til hvers Konráð ætlast af góðri nor-
rænni og íslenzkri hljóðfræði. Hann segir:
þá þyrfti að bera saman nákvæmlega að minnsta kosti öll
þau handrit, sem eru frá (12. ?), 13. og 14. öld: taka úr
þeim alla stafi sem þar finnast; komast fyrir allt atkvæði
stafanna, það er að skilja, fyrir öll þau hljóð sem hafa
fundizt í málinu á því tímabili eða fyrir framan það, og svo
hversu opt - að minnsta kosti í hverjum megin-samstöf-
um - hvert af þeim er haft; sýna, hvernig ný hljóð hafa
leiðzt af hinum upphaflegu; tína til öll önnur hljóðaskipti,
hverrar tegundar sem vera kunna, og greina til alla þá staði
þar sem þau finnast - ellegar að minnsta kosti hafa tölu á
þeim, ef þeireru mjög margir (Konráð Gíslason 1846a:II-
III).
Hann viðurkennir að bókin sé aðeins ófullkomin undirstaða í
hljóðfræði og líklegast hefur hann sent hana frá sér án þess að
vera fyllilega ánægður með hana. Hann var búinn að draga Bók-
menntafélagið svo lengi á handritinu og fá greitt fyrir vinnu sína
að hann hefur viljað losna við þennan bagga. Þýzka útgáfa mál-
fræðinnar, sem hann boðaði í bréfinu til Páls Melsteðs, hefur þá
átt að uppfylla betur fyrrnefndar kröfur.
Konráð sá að grundvöllurinn undir allri vísindalegri þekk-
ingu á fornmálinu voru handritin sjálf, og hver sú útgáfa sem
ekki tæki nauðsynlegt tillit til ritháttar þeirra væri óhæf. Aður
en hann skrifaði Frumpartana höfðu menn talið lítinn mun vera
á fornu máli og samtíma máli. Þessu hélt meðal annarra Rasmus
Kristján Rask fram í Vejledning (Rask 1811)og síðar í Anvisn-
ing (Rask 1818a), en hann breytti um skoðun eftir að hafa
kynnzt handritunum betur. Telja má þó að Konráð hafi einna
fyrstur gert sér grein fyrir þessum mun. Hann viðurkenndi
52