Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 55
KONRAÐ GISLASON MALFRÆÐINGUR
hvorki að orð né orðmynd væri forn nema hann hefði fundið
dæmi um hana í fornritum.
Konráð þekkti að sjálfsögðu bækur Rasks, en öllu meiri áhrif
á hann hafði þýzki málfræðingurinn Jakob Grimm. Málfræði
Grimms, Deutsche Grammatik, kom út 1822 og vakti þegar
mikla athygli. Fyrra bindið hafði að vísu komið út 1819 en
Grimm endurritaði það strax og hann kynntist bók Rasks um
samanburðarmálfræði (Rask 1818b). Konráð vitnar sjaldan
beint til Grimms, en það segir lítið þar sem hann vitnar næstum
hvergi til heimilda annarra en fornrita. Grimm skrifaði allræki-
legan kafla um forníslenzku í bók sinni og séu verk þeirra Kon-
ráðs borin saman má sjá að vinnubrögð þeirra og framsetning er
mjög svipuð. Ekki er ósennilegt að hinn mikli fjöldi dæma, sem
Konráð notar til þess að styðja mál sitt, sé til orðinn fyrir áhrif
frá Grimm.
I formálanum lýsti Konráð 23 íslenzkum og norskum skinn-
bókum með meiri nákvæmni en áður hafði þekkzt og lét prenta
sýnishorn af hverri bók staf fyrir staf með böndum og líming-
um. I málfræðinni sjálfri leysir hann bæði úr böndunum og lím-
ingunum lesandanum til léttis. Málfræðin skiptist í fimm kafla.
I fyrsta kafla fjallar hann um raddarstafi sem séu sumir með ein-
földu hljóði, aðrir með tvöföldu. Með tvöföldu hljóði séu á, é,
ó, ý, æ og œ og eru þeir kallaðir límingar fyrir þá sök að þar eru
tvö hljóð límd saman í einn staf. Við þessa tvíhljóða bætast svo
þrír au, ei og ey sem kallist lausaklofar af því að hvort hljóð er
skrifað út af fyrir sig. Um ý segir hann að það sé ekki einfalt
hljóð heldur tvöfalt af því að það feli í sér u+í, því sé ey í raun
þríhljóði. Hann skýrir allvel i- og u- hljóðvarp en hafnar hug-
mynd Grimms um klofningu. I kaflanum um u- hljóðvarp segir
hann að ja og jö eins og í fjörðr, fjörð af stofninum fjarð-, sé
sama hljóðvarp og þegar a > ö, þar eð j breytist ekki (Konráð
Gíslason 1846a:20).
Athyglisvert er að Konráð hefur þekkt kringdan framburð á
y, sem hann segir að heyrist sumstaðar enn á Islandi, annars
53