Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 56
SKAGFIRÐINGABÓK
staðar hafi hann snúist í u eins og í spurja, forusta, kjur, uvrí og
uvrumm (Konráð Gíslason 1846a:42).
Samhljóðum skiptir Konráð í hljóðstafabræður (j, v), and-
stafi (h), blísturstafi (s, z), lina stafi (1, r, n, m) og dumba stafi (k,
g, t, d, ð, þ, p, b). Samhljóðum skiptir hann einnig í gómstafi,
tannstafi og varastafi og fjallar um hvern þeirra um sig. Kaflarn-
ir tveir um sérhljóða og samhljóða eru eins og við var að búast
um helmingur bókarinnar.
I þremur síðustu köflunum er rætt um víxlun á stöfum eins
og þœrll ogþrœll, Girkir og Grikkir, um stafaskipti eins og þeg-
ar ýmist koma fram a eða o, e eða i í áherzlulausum atkvæðum
í endingum orða og að lokum um orðasamruna. Með honum á
hann t.d. við það er sum smáorð verða eins og hann segir „svo
ljett í framburðinum, að þau sogast að næsta orði fyrir framan,
samlagast því með öllu og missa optast nær jafnframt nokkuð af
hljóðþúnga sínum“ (Konráð Gíslason 1846a:220). Sem dæmi
mætti nefna þó at > þótt og ek > -k aftan á sögnum.
Frumpörtunum var vel tekið þegar þeir komu út. Hinn 8.
mars 1846 birtist ritdómur í Nordisk Literatur Tidende eftir
Sveinbjörn Egilsson. Sveinbjörn lofar mjög lýsingar Konráðs á
handritunum sem séu unnar af eljusemi og nákvæmni handrita-
fræðingsins. Þar komi allt fram, einnig ritvillur skrifaranna,
byggðar á röngum framburði eða fljótfærni, og með því hafi
Konráð lagt grundvöll að könnun á hugsanlegum mállýzkum
forna málsins. Einnig hrósar hann því að Konráð skuli ætíð
draga nútímamálið inn í umræðuna til samanburðar, en allt
þetta telur hann gera bókina að nauðsynlegu hjálpargagni
hverjum þeim sem kynna vilji sér málið á fornritunum. Ekki er
hann þó alls kostar ánægður með umfjöllun Konráðs á æ sem
hljóðvarpshljóði af ó. Konráð kýs að rita það œ, þar sem að
baki liggi oí, þ.e. oí: oú = aí: aú, en Sveinbjörn vill rita 0. Vitnar
Sveinbjörn í málfræðiritgerð Olafs hvítaskálds í Snorra-Eddu
máli sínu til stuðnings og telur að 0 sé = eó á sama hátt og y sé
= iú.
54