Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 58
SKAGFIRÐINGABOK
ekkert málfræðikyns næstu árin. Ljóst er að verk hans hlutu
verðskuldaða athygli því að3. marz 1854 skrifaðijakob Grimm
honum bréf frá Berlín og tilkynnti honum að Vísindaakademí-
an þar í borg hefði einróma kjörið hann bréfafélaga. Þetta ætti
að sýna, skrifaði Grimm, hversu verk Konráðs væru mikils
metin í Þýzkalandi. Bréf Grimms er geymt í Arnasafni, en
svarbréf Konráðs birtist í bók með bréfaskiptum Grimms-
bræðra og norrænna fræðimanna og kem ég að því á eftir.
Konráð var þó að fást við málfræði um leið og útgáfustörfin
því að í konungsbréfinu segist hann vera að skrifa kennslubók
í forníslenzku, bæði á dönsku og þýzku. Hann minnist einnig
á þessa bók í bréfi til föður síns þremur árum síðar og segir:
Auk þeirra bóka, sem jeg nefndi, hef jeg eina enn á prjón-
unum, sem jeg gjöri ráð fyrir að yrði æði mikið mál; en
það [er] íslenzkufræði (íslenzk Grammatik), eða þó enn
heldur tvær, önnur á dönsku, en hin á þýðversku\Bréf
1984:150-151).
Hann virðist hafa boðið Hafnardeild Bókmenntafélagsins
bókina því að í fundargerðabók félagsins er greint frá því 29.
nóvember 1851 að Konráð hafi borið upp við félagið hvort það
vildi taka íslenzka málfræði til prentunar, og var það samþykkt.
Hafnardeildin skrifaði Reykjavíkurdeildinni og af því bréfi
virðist sem bókin sé nú ekki lengur hugsuð fyrir danska og
þýzka lesendur heldur ætluð Islendingum, og átti hún að verða
hin alþýðlegasta. Hún var áætluð um 40 arkir. Reykjavíkur-
deildin samþykkti útgáfuna einnig fyrir sitt leyti, en bað þá í
Höfn um að reyna að fá Konráð til þess að stytta bókina svo að
nota mætti hana í skólum en á þessum tíma var engin nytsöm
íslenzk málfræði til á landinu ætluð til kennslu. Arið 1854 er í
síðasta sinn minnzt á málfræðina í fundargerðabók Bók-
menntafélagsins, og virðist nú orðið dauft yfir mönnum og
kom bókin aldrei út á þeirra vegum.
56