Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 59
KONRÁÐ GÍSLASON MÁLFRÆÐINGUR
Ekki er að rengja að Konráð hafi ætlað sér að gefa út íslenzka
málfræði, en á þessum árum var hann á kafi í útgáfum fornsagna
og við orðabókarstörfin eins og áður getur, og hann hefur ein-
faldlega ætlað sér of mikið. Arið 1858 sendir hann loks frá sér
fyrsta heftið af Oldnordisk formlære og var það gefið út af Det
nordiske Literatur-Samfund, sem Konráð hafði átt þátt í að
stofna. Markmið félagsins var að gefa út nytsamar og gagnrýnar
útgáfur af forníslenzkum og forndönskum ritum. Enginn for-
máli er fyrir heftinu og því ekki hægt að sjá hvernig Konráð
hugsaði verkið í heild því að aldrei komst meira á prent en þetta
eina hefti. Björn M. Olsen, sem skrifaði minningargrein um
Konráð, taldi ástæðuna hafa verið þá að skoðanir Konráðs á
beygingakerfinu hefðu breytzt nokkuð eftir að hann gaf út
heftið (Björn M. Olsen 1891:75). Þetta er ugglaust rétt hjá Birni
því að Konráð getur þess í grein, sem hann skrifaði 1865, að
hann hafi ekki séð samhengið í nafnorðabeygingunni réttilega
þegar hann skrifaði Oldnordisk formhere (Konráð Gíslason
1865:252).
I þessu fyrsta hefti er fjallað rækilega um forníslenzka hljóð-
fræði, og framburður skýrður með dönskum dæmum. Hug-
myndir eru í grundvallaratriðum hinar sömu og í Frumpörtun-
um, en framsetning er öll skýrari. Góðir kaflar eru um i- og u-
hljóðvarp og nú er sérstaklega fjallað um hljóðskipti. Konráð er
enn sömu skoðunar um klofningu og áður og telur grunnhljóð-
ið vera i en ekki e, z’-ið hafi oft veiklast og stundum orðið bæði
fyrir klofningu og veiklun.
Samhljóðum eru einnig gerð góð skil, m.a. reynir hann að
skýra germönsku hljóðfærsluna sem Grimm setti fram í mál-
fræðinni sem áður er getið. Skýringardæmi bókarinnar eru
mörg og góð, en nú er sleppt öllum tilvísunum til handrita. Þeg-
ar að beygingarfræðinni er komið, hefst sá hluti á almennum
inngangi um beygingu nafnorða, en síðan snýr hann sér að orð-
inu draumur. A þann hátt segir hann að beygist tveggja atkvæða
karlkynsorð önnur en þau sem endi á -ja eða -va ef stofnsér-
57