Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 60
SKAGFIRÐINGABÓK
hljóðið hefur ekki tekið hljóðvarpi. Síðan flokkar hann þessi
orð í 75 undirflokka og bætir 25 við að auki þar sem hljóðvarp
hafi komið fram eða aðrar breytingar. Heftinu lýkur í miðri
umfjöllun um sterka beygingu kvenkynsorða.
Það er ekki að undra þótt Konráð hafi lagt verkið frá sér því
að honum hlýtur að hafa orðið ljóst að hann myndi lenda í
ógöngum með flokkun af þessu tagi. Svo virðist sem hann hafi
ekki lokið verkinu öllu áður en það fór að koma út, heldur gefið
út í þessu fyrsta hefti það sem hann var búinn að semja. I þeim
gögnum, sem eftir hann lágu þegar hann féll frá, er hvergi að
finna framhald verksins í handriti. Hins vegar eru varðveittir
ýmsir listar sem Konráð hefur safnað á dæmum um málfræðileg
efni. T.d. er þar að finna lista yfir kvenkynsorð í stafrófsröð,
lista yfir þungar ;ú-sagnir, lista yfir töluorð eins og þau koma
fram í fornum heimildum, lista yfir samhljóðaklasa, lista yfir
karlkynsorð af /ú-stofni og margt fleira. Hann hefur meira að
segja gert lista yfir tíðni einstakra bókstafa í forníslenzku.
En nú skrifar Konráð hverja greinina af annarri, og birtast
eftir hann athuganir allt fram til ársins 1892. Hann var kominn
yfir áttrætt þegar hin síðasta var skrifuð. Birtust flestar grein-
anna í Annaler for nordisk oldkyndighed og historie. Þær skipt-
ast í grófum dráttum í greinar um hljóð- og beygingarfræði,
greinar um bragfræði og greinar um orðsifjafræði.
Arið 1860 skrifaði hann grein um tvöföldunarsagnir og aðra
um elztu myndir karlmannsnafnsins Ólafur. I hinni fyrri sýnir
Konráð fram á að skoðun málfræðingsins Bopp, sem hélt því
fram að tvöföldunarsagnir í norrænu væru eldri en í gotnesku,
væri á misskilningi byggð (1860a). I hinni síðari sýnir hann fram
á með dæmum úr kveðskap að myndirnar Áleifr, Áláfr, Álafr,
Óleifr, Óláfr og Ólafr eigi allar rétt á sér (1860b).
Næstu grein birtir hann 1863 og reynir þar að sýna fram á að
ja hafi verið borið fram ia í forníslenzku. I greininni kemur
hann inn á klofningu og tekur afstöðu til hugmynda Grimms.
Eftir sem áður setur hann nokkurn veginn undir einn hatt öll
58