Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 68
SKAGFIRÐINGABOK
ingu áfiskeri þar sem endingin -rí sé óþolandi í íslenzku og var
Hallgrímur hjartanlega sammála (Finnbogi Guðmundsson
1969:181).
Heldur virðist hafa verið hljótt um orðabókina eftir að hún
kom út en hún hefur án efa nýtzt vel þar sem ekki var um auð-
ugan garð að gresja hvað orðabækur snerti. Hinn 28. marz 1855
var prentað boðsbréf undirritað af J. Yngvaldssyni á Húsavík
þar sem hann leitar áskrifenda að athugasemdum og viðbótum
við orðabók Konráðs. Höfundur mun vera séra Jón Ingjaldsson,
þá prestur á Húsavík. I boðsbréfinu stendur:
fékk eg ei bundist, að géra nokkrar umvandandi skýríngar
og viðauka við ýms orð, alz eg þóttist gérla sjá fram á, að
þessi hrað- eða hroð-virkni hlyti hjá innlendum, en þó
mest og verst hjá útlendum, upplýstum og lærðum þjóð-
um, að fella ómakliga rírð og óvirðíngu á vora fornfrægu
móðurtúngu, er, því gjörr sem reynd og ransökuð er, því
fremur reynast og prófast mun að vera en orðfjölgvasta og
auðugasta, hvar á eg hefi nokkra raun gért í viðauka þeim,
er hér ræðir um, með að leita upp og tína saman úr túngu
vorri 50—60 samkynja og sammerkíngarorð yfir enn sama
hlut. . . og 20-30 nöfn yfir sum orð, hvar Konráð ei hefir
nerna 3, 4, 5 (Jón Ingjaldsson 1855).
Skemmst er frá að segja að viðaukarnir komust aldrei á prent
en eru til í handriti á Landsbókasafni.
Þegar dönsk-íslenzku orðabókinni var lokið og búið var að
heimta burt handritið að orðabók Cleasbys, ákvað Konráð að
leggja í enn eitt orðabókarverkið. Nú hafði hann í hyggju að
sernja bók yfir forníslenzku með dönskum skýringum. Fékk
hann styrk til verksins í sex ár frá Kirkju- og kennslumálaráðu-
neytinu, þ.e. frá 1857-1863, en 1865 lætur hann í það skína að
hann þurfi viðbótarstyrk til þess að búa bókina til prentunar.
Konráð skrifaði svo ráðuneytinu bréf í september 1872 þar sem