Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 69
KONRAÐ GISLASON MALFRÆÐINGUR
hann skýrði dráttinn á verkinu með því að fimm orðabækur
hefðu komið út á árunum 1860-1871 og telur upp Lexicon
poéticum, Oldnordisk Ordbog Eiríks Jónssonar, Altnordisches
Glossar eftir Möbius, orðabók Fritzners og orðabók Cleasbys.
Hann gagnrýnir hverja þeirra og telur enga góða. Ymist sagði
hann þær þegar úreltar eða ekki nógu fræðilega unnar.
Fróðleg er athugasemdin við orðabók Cleasbys þar sem þetta
virðist eina skiptið sem Konráð tjáir sig um þá bók. Hann segir
að orðabókin hafi í fyrstu verið unnin eftir sinni áætlun og und-
ir sínu eftirliti og hann hafi sjálfur safnað miklum hluta efnisins.
En sú bók, sem nú sé að koma út, sé því miður aðeins sorglegt
dæmi um afturför í gagnrýnu tilliti. Viðbætur felist í nýíslenzk-
um orðum, sem séu bókinni óviðkomandi, og nokkrum sér-
nöfnum án heimilda. Hann telur því, að þrátt fyrir þessar nýju
orðabækur, sé full þörf á því verki, sem hann hafi unnið að um
árabil.
Bókin kom aldrei út og handritið er nú með öllu glatað. Að
vísu er hugsanlegt að ýmsir orðalistar og listar yfir viðurnefni,
mannanöfn og örnefni, sem varðveittir eru í Arnsafni, hafi orð-
ið til við undirbúning þessa verks. Þó þarf það ekki að vera þar
sem Konráð virðist hafa skrifað ýmislegt hjá sér um leið og
hann las handritin, eins og ég gat um áðan.
Hér ætla ég að ljúka umfjöllun um málfræðinginn og orða-
bókahöfundinn Konráð Gíslason. A langri starfsævi kom hann
miklu í verk og enn fleira hefði hann viljað gera. Hugurinn bar
hann hraðar en vinnukrafturinn og tíminn leyfðu. Hann ætlaði
sér um of og fyrir það var hann oft gagnrýndur ómaklega af
eftirmönnum sínum. Umfjöllun um þátt hans í orðabók
Cleasbys var honum í óhag og hafði áhrif á mat manna á honum
sem fræðimanni. En Konráð gerði margt gott og var brautryðj-
andi í ýmsum greinum. Hann var góður fræðimaður síns tíma
og lagði þá braut sem aðrir hafa nýtt sér og bætt urn betur.
67