Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 74
SKAGFIRÐINGABÓK
Petersens er ekki vitað, en tæplega hefir Petersen borið fram
þau tilmæli sem fara hér á eftir, án vilja og vitundar Konráðs
Gíslasonar. Þau eru á þessa leið lauslega þýdd:
Greinargerð N.M. Petersens
Málaleitun þá, sem eg leyfi mér hér með að leggja fyrir hina
konunglegu stjórnarnefnd háskólans og lærðu skólanna, hefði
eg ekki lagt fram, ef sérstakar ástæður hefðu ekki til þess legið.
Hinni háu stjórnarnefnd er það vel kunnugt, að herra Konráð
Gíslason adjunkt, sem settur er við Lærða skólann á Islandi,
hefir óskað eftir framlengingu á leyfi sínu til að ljúka þeim
fræðastörfum sem hann hefir þegar hafið og nýtur opinberra
styrkja til að leysa af hendi, en þannig háttar til, að ekki þykir
fært að verða við bón hans. Af því leiðir, að þeim viðfangsefn-
um sem hann hefir þegar byrjað á yrði nú ýtt til hliðar, o'g ef til
vill stöðvast framkvæmd þeirra með öllu. Sú óvenjulega og ein-
stæða þekking sem hann býr yfir, gengi fræðunum þá úr greip-
um að mestu leyti. Nú virðist mér svo sem þessum vandkvæð-
um megi ryðja úr vegi í einu vetfangi, ef hans hátign konungin-
um þóknaðist náðarsamlegast að veita herra Konráði Gíslasyni
stöðu við háskólann sem dósent í íslenskri tungu.
Eg vil leyfa mér að gera háttvirtri stjórnarnefnd grein fyrir
mikilvægi málsins frá ýmsum hliðum skoðað, með nokkrum
athugagreinum.
Hans hátign konungurinn hefir svo fyrir mælt, að þeir emb-
ættismenn sem hljóta stöður á íslandi og eru ekki fæddir í land-
inu, skuli færa sönnur á þekkingu sína og færni í máli lands-
manna. Pví virðist oss vel til haga að setja mann til að gæta þess
að lögunum sé framfylgt, og eg er sannfærður um að í hópi
Islendinga sem hér dveljast er engan að finna herra Konráði
Gíslasyni hæfari. Nægir að vísa til hinna vísindalegu viðfangs-
efna, sem hið opinbera hefir falið honum á hendur að vinna að.
72