Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 76
SKAGFIRÐINGABÓK
vettvangi. í þá veru vil eg einkum geta um eftirfarandi: Kon-
unglegar tilskipanir sem gefnar eru út varðandi Island, verða að
sjálfsögðu að vera á máli landsmanna. Hingað til hefir þetta, að
því eg best veit, verið falið lærðum og mikilsmetnum íslendingi
sem sérverkefni. En það virðist ekki illa hæfa að svo mikilvægar
og ábyrgðarfullar ráðstafanir, sem skipta sköpum fyrir marga,
yrðu fengnar í hendur þar til kvöddum opinberum embættis-
manni, sem er borinn og barnfæddur á íslandi. Annars gæti svo
farið, að ekki yrði alltaf hægt að finna hæfan mann til að leysa
verkið af hendi, eins og dæmin sanna nú.
Eg er sannfærður um, að íslendingar munu líta á opinbera
setningu manns í þetta starf sem nýja sönnun á náð hans kon-
unglegu hátignar, sem hann hefir auðsýnt þessum trúu þegnum
sínum við mörg tækifæri, en nánari greinargerð um þetta ætla eg
að fela þeim mönnum á hendur, sem eiga að annast um málefni
íslands á opinberum vettvangi. Aftur á móti tel eg skyldu mína
að gera nánari grein fyrir mikilvægi þess að setja dósent við
háskólann með íslenskt mál sem sérsvið í sinni fornu gerð og í
strangvísindalegum tilgangi.
Víðfeðmi norrænna málvísinda er svo mikið og áhuginn á
þeim í mun örari vexti en mig óraði fyrir. Eigi háskólinn að
svara kröfum tímans hvað þau varðar, eins og þeirri stofnun ber
sem öll æðri menntun þjóðarinnar sprettur frá, þá verður brátt
nauðsynlegt að efla þá krafta á sviði þessara vísinda, sem nýver-
ið hafa verið vaktir til lífs. Það sæmir vísindamanninum að
horfa fram í tímann og búa sig undir að verða við réttlátum
kröfum, en láta sér ekki nægja að fullnægja eingöngu þeim
kröfum, sem fram eru settar á hverjum tíma.
Undirstaða alls frekari viðgangs þessara fræða er hin norræna
forntunga. Sú frumkrafa, sem sinna verður á líðandi stund, er
þekking á frumpörtum hennar. Til lengri tíma litið getur
háskólinn ekki takmarkað sig við það eitt og þróast yfir í óæðri
skóla. Þekking á vísindalegu málkerfi og samband við almenna
þróun í málvísindum eru mjög mikilvæg. Jafn þýðingarmikil eru
74