Skagfirðingabók - 01.01.1991, Qupperneq 77
FRÁ KONRÁÐI GÍSLASYNI
tengsl fornmálsins við bókmenntirnar og birting þess í þeim.
Með tilliti til fornmálsins eru því uppi þrjár stefnur, sem þurfa
á fleiri styrktarmönnum að halda, en án þeirra er öflugri þróun
óhugsanleg. Hingað til hefi eg einkum orðið að beina athyglinni
að þessu, en þegar eg geri það eingöngu get eg ekki sinnt með
nægri atorku því viðfangsefni, sem er ólíkt mikilvægara fyrir
Danmörku, og er raunar hið sanna og rétta markmið, sem er
meðferð tungunnar. Samt er eg sannfærður um, að sá áhugi,
sem hefir vaknað á fornmálinu, hvílir framar öllu á þeim grunni,
að þar sé að finna lykilinn að eigin tungu. Eg veit að það sem
laðaði að sér marga af tilheyrendum mínum var einkanlega sú
fræðsla um eigið mál jafnt og málvísindin í heild, sem sækja má
til fornmálsins með frekari þekkingu á því, enda þótt eg hafi
hingað til einungis vikið að því þegar færi gafst til. Það hvílir því
á mér (og undirbúningsvinna mín hefir um langt skeið miðað að
því) að gera vísindalega grein fyrir málfræðilegri þróun hinnar
gömlu dönsku tungu og styðjast þar við fornnorrænu og skyld
mál. Auk þess verður að gera þróun fornmálsins lýðum Ijósa af
fornbókmenntunum, en því viðfangsefni hefir hingað til nær
ekkert verið sinnt; og síðast en ekki síst að kynna hvað forn-
bókmenntirnar skiptast í ólíkar greinar, en sú fræðsla mundi
draga að sér aukinn fjölda áheyrenda. Með því að hafa öll þessi
víðfeðmu sjónarmið stöðugt fyrir augum, sem að ofan greinir,
má vænta þess að háskólinn geti lagt sitt til æðri menntunar hjá
þjóðinni hvað þessi fræði varðar. En það er lýðum ljóst, að eigi
einn maður að sinna svo kröfuhörðum viðfangsefnum samtím-
is, er honum nauðugur einn kostur að fresta fyrirlestrum um
árabil. Ef tveir ynnu hins vegar saman, myndi viðfangsefnunum
miða hraðar og bera ríkulegri ávexti.
Eftirfarandi rök renna styrkari stoðum undir þessar hug-
leiðingar: Ekki mun líða á löngu uns það viðhorf verður al-
mennt, að latínan, sem hingað til hefir myndað grunninn undir
málakennslu í lærðu skólunum, sé ekki sem heppilegast valin,
því að þetta mál stendur rótarslitið og án jarðvegs á sínu klass-
75