Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 78
SKAGFIRÐINGABÓK
íska tímaskeiði. Það er einnig alkunna að þetta val er ekki til
komið vegna vísindalegs mats, heldur af sögulegum orsökum
vegna útbreiðslu páfadóms. Hins vegar eru fornnorræn málvís-
indi lykillinn að þroskasögu Norðurlanda, eins og þau grísku
fyrir suðræn lönd, en bæði eru þau hinn eðlilegasti og ákjósan-
legasti grunnur undir alla lærða evrópska málþróunarsögu,
einnig þá rómversku. Á sama hátt mun alþýða manna kom-
ast að raun um innan tíðar (ef hún hefir ekki þegar öðlast þá
innsýn), að eðlilegasta leiðin til að hefja nám í lærðum skólum
sé með kennslu í norrænu fornmáli, þar sem það stendur eigin
máli næst og að auki frábært sem undirbúningur að grískunámi.
Það kunna að verða margar hindranir á veginum að þessu
marki, en eg er ekki í minnsta vafa um að þetta sjónarmið á eftir
að sigra, af því það er svo einfalt og eðlilegt, og í eins fullu sam-
ræmi við alla gerð tungunnar og verið getur. Það tók hundrað
ár á sínum tíma að hrinda í framkvæmd jafn einföldum hlut og
að semja latneska málfræði á dönsku. Nú er óhugsanlegt, að
menn þurfi að velta lengi fyrir sér jafn einföldum hlut og þeim,
að fornnorræn tunga skuli mynda grunninn undir allri mála-
kunnáttu í lærðum skólum á Norðurlöndum. Eg er sannfærður
um, að verði þetta mál lagt fyrir konung, skýrt og í réttu sam-
hengi, þá muni hans hátign ekki undan fella að ljúka verki sínu,
þegar rétti tíminn er upp runninn, að láta eigin tungu hljóta
þann rétt sem henni ber. Hafi menn þetta fyrir augum, þá verð-
ur háskólinn í þessu efni að taka að sér það hlutverk um sinn,
sem öðrum skólum yrði annars ætlað. Háskólinn verður að sjá
um, að sú undirstöðukennsla sem skólunum yrði síðar ætlað að
sjá um, fari fram innan veggja hans. Og þessu starfi yrði með
ágætum borgið í höndum herra Konráðs Gíslasonar, sem hefir
rannsakað íslenskt fornmál af ítrustu nákvæmni og hefir ein-
stæða innsýn í það.
Einhver kynni e.t.v. að andmæla og segja, að með því að setja
tvo kennara við háskólann í norrænum málvísindum væri þeim
veitt sérréttindi fram yfir ýmsar aðrar námsgreinar. Því vil eg
76