Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 79
FRÁ KONRÁÐI GÍSLASYNI
svara svo, að þó þannig væri, sem eg tel að ekki sé, þá er það ekki
meira en vænta má með sanngirni af norrænum háskóla. Þannig
vil eg vísa til þess að í Austurlandamálum, sem standa okkur
langtum fjær, eru tveir (já, eiginlega þrír) fullgildir kennarar.
Mér þætti mjög miður, ef einhver kynni að hugsa sem svo, að
eg hafi í hyggju að ýta fornmálinu frá mér með því að leggja til,
að settur yrði dósent í íslenskri tungu. Ástin sem eg ber í brjósti
til forntungu vorrar og fornbókmennta er innilegri en svo, að eg
missi nokkru sinni sjónar af þeim. Og eg veit allt of vel hvílík
áhrif þetta námsefni má og hlýtur að hafa á framvinduna í Dan-
mörku. En eg leyfi mér að endurtaka: Það hefir raunar hvarflað
að mér öðru hvoru, að eg yrði fyrr eða síðar að bera fram við
hina háu stjórnarnefnd málaleitan þessu líka. Að eg kem fram
með hana nú, er einkanlega vegna þess, að nú gefst tækifæri fyr-
ir ríkið og vísindin að tryggja sér mann sem án þess að hljóta
opinbera stöðu hér yrði fjarri öllum bóklegum hjálpargögnum
og gæti auðveldlega orðið að engu í andlegum skilningi. Ef til
vill gæti liðið hálf öld áður jafningi hans birtist. Hin háa stjórn-
arnefnd verður því að fyrirgefa mér að eg ber þessa málaleitan
fram í fyllstu einlægni, til þess að hún gaumgæfi hana, og ber
fram þá ósk að hún verði lögð fyrir hans hátign konunginn,
studd þeim meðmælum, sem eg vona að hin háa stjórnarnefnd
synji ekki um.
Kaupmannahöfn hinn 17. apríl 1847
undirgefinn
N.M. Petersen1
Til
hinnar konunglegu stjórnarnefndar Háskólans
og hinna lærðu skóla.
1 Engin mynd er til af N.M. Petersen. Hann vildi hvorki láta taka af sér ljós-
mynd né gera málverk, sbr. Dansk biografisk leksikon.
77
L