Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK
Umsókn Konráðs Gíslasonar
Hér gefst ekki tóm til að rekja allan feril þessa máls, heldur
verður að stikla á stóru og staldra aftur við 13. desember 1847.
Þann dag skrifaði Konráð eftirfarandi umsókn til konungs.
Kaupmannahöfn hinn 13. desember 1847.
Konráð Gíslason, adjunkt við Lærða skólann á Islandi, sækir
allraauðmjúklegast um allranáðugast að verða settur lektor í
fornnorrænu við Kaupmannahafnarháskóla.
Til konungsins!
Síðastliðið vor lagði N.M. Petersen, prófessor í norrænum
málum, inn málaleitun til stjórnarnefndar háskólans og lærðu
skólanna um að eg yrði settur dósent í íslensku við Kaup-
mannahafnarháskóla. Stjórnarnefndin bað um álit háskólaráðs
á málaleituninni, sem studdi málið af alhuga. Þar sem eg hefi
beðið mjög lengi með óþolinmæði eftir endanlegum úrslitum
þessa máls, dirfist eg allraauðmjúkast að snúa mér til yðar há-
tignar.
Persónulegar ástæður mínar, sem valda því, að eg óska eftir
að hljóta setningu við háskóla í stað lægri menntastofnunar, eru
að sjálfsögðu fyrst og síðast miklu meira vísindalegt frelsi sem
fylgir störfum á háskólastigi. Auk þess hefir Kaupmannahöfn
þá sérstöðu fram yfir alla aðra staði í veröldinni, að hér er að
finna á einum stað ekki einungis hinar mikilvægustu, heldur
nær allar mikilvægar heimildir til rannsókna á fornnorrænu
máli og sögu.
Hvað málið varðar, ætti auk þessa að liggja í augum uppi, að
sökum þess hvað hinar fornnorrænu og íslensku bókmenntir
78
J