Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 81
FRÁ KONRÁÐI GÍSLASYNI
eru yfirgripsmiklar, leiðir af sjálfu að óendanlega mikið er ógert
á þeim vettvangi. Því er full þörf fyrir sérstakan dósent, enda
þótt ekki sé tekið tillit til þess, að enn er íslenska töluð sem lif-
andi mál í einu þeirra landa, sem lúta veldissprota yðar hátignar.
Eg sæki því allra auðmjúklegast um að verða settur dósent í
fornnorrænu við Kaupmannahafnarháskóla, sem eg tel mig
vera hæfan til að gegna, í öllu falli hvað varðar þekkingu á því
sviði.
Allraauðmjúklegast
Konráð Gíslason
adjunkt við Hinn
lærða skóla á Islandi
Þessari umsókn lét Konráð fylgja eftirfarandi greinargerð um
störf sín fram til þessa, og þau verkefni sem hann var að fást við.
Greinargerðin er svohljóðandi:
Auk þess sem eg hefi starfað fyrir Hið konunglega norræna
fornritafélag og einnig (sem styrkþegi Arnasafns) fyrir Arna-
nefnd, hafa helstu bókmenntaleg viðfangsefni mín verið þessi:
Eg hefi gefið út níu hefti af íslensku tímariti í félagi við aðra,
þar sem eg hefi, auk þýðinga, skrifað greinar um málfræðileg
efni, og haft umsjá með orðfærinu, sem hefir hlotið einróma
viðurkenningu á Islandi.1
Þá hefi eg, ásamt látnum vini mínum, samið stjórnmálafréttir
fyrir Hið íslenska bókmenntafélag, í einn árgang af tímariti
þess.2
1 Fjölnir, 1.-9. árg., Kmh. 1835—47.
2 Skímir, 10. árg., Kmh. 1836. Jónas Hallgrímsson samdi þennan árgang
Skírnis með Konráði.
79