Skagfirðingabók - 01.01.1991, Qupperneq 83
FRÁ KONRÁÐI GÍSLASYNI
Eg hefi íslenskað Hugleiðingar Mynsters biskups, ásamt
tveimur vinum mínum, til að hefja guðrækilegt mál á Islandi til
vegs á ný. Sú bók er nú mjög útbreidd á Islandi og í miklum
metum.3
Eg hefi gefið út eftirfarandi sögur:
1) Hrafnkels sögu, ásamt Thorsen háskólabókaverði.4
2) Sömu sögu á ný (einn).5
3) Droplaugarsona sögu með tæmandi orðasafni ásamt orð-
skýringum við fyrsta kaflann, vísnaskýringum og stuttri grein-
argerð um íslenskan framburð.6 Auk þess vonast eg til, áður en
næsta ár er liðið, að geta lagt fram útgáfu af Gísla sögu Súrsson-
ar, annað hvort með tæmandi skýringum yfir allt sem ekki er að
finna í fyrri útgáfum, eða með þýðingu samkvæmt aðferð, sem
kennd er við James Hamilton.7
Eg hefi gefið út á íslensku rit um frumparta íslenskrar tungu
í fornöld, sem hefir hlotið mjög lofsamlega dóma frá dr. Svein-
birni Egilssyni og prófessor P.A. Munch í Kristjaníu. Með því
álít eg, að eg hafi lagt góðan grundvöll að því, að sýna hvernig
3 Hugleidítigar um hofudatridi kristinnar trúar, samdar af Dr. J.P. Mynster.
Kmh. 1839. viii+567 bls. Þeir Jónas Hallgrímsson og Brynjólfur Pétursson
þýddu bókina ásamt Konráði.
4 Sagan af Hrafnkeli Freysgoða. Udgivet af P.G. Thorsen og Konráð Gísla-
son, Kbh. 1839. (6)+34 + 54 bls.
5 Sagan af Hrafnkeli Freysgoða, anden udgave, besorget ved K. Gíslason, og
oversat af N.L. Westergaard, udgivet af det nordiske Literatur-Samfund.
Kbh. 1847. (Nordiske oldskrifter I). (4) + 32+34 bls.
6 Sagan af Helga ok Grími Droplaugarsonum, besorget og ledsaget med en
analyse og ordsamling af Konrad Gíslason, udgivet af det nordiske Litera-
tur-Samfund, Kbh. 1847. (Nordiske oldskrifter II). (2)+iv+38 + 141 bls.
7 Tvatr sögur af Gísla Súrssyni, udgivne af det nordiske Literatur-Samfund,
ved Konrad Gislason, med en forklaring over qvadene af S. Egilsson. Kbh.
1849. (Nordiske oldskrifter VIII). (2)+xxii+212 bls. James Hamilton
(1769- 1831) var enskur frumkvöðull í málakennslu. Aðferð hans byggðist
á því að láta nemandann þýða texta frá orði til orðs, og uppgötva málfræðina
smátt og smátt, með lítilsháttar hjálp kennarans.
6 Skagfirdingabók
81