Skagfirðingabók - 01.01.1991, Qupperneq 86
SKAGFIRÐINGABÓK
gerð varðandi umsókn frá Konráði Gíslasyni adjunkt við
Lærða skólann á Islandi um að verða settur lektor í fornnorræn-
um málum við háskólann.
Stjórnarnefndin hefir áður haft umsókn frá honum til með-
ferðar og lagt fram, 6. maí á fyrra ári, allraauðmjúkustu greinar-
gerð vegna umsóknar frá Konráði Gíslasyni um frekari fram-
lengingu um tveggja ára skeið á leyfi, sem honum var áður veitt,
að þurfa ekki að fara til að gegna embætti sínu sem adjunkt við
Lærða skólann í Reykjavík um eins árs skeið, og ríkisfjárnefnd-
in hafði mælt með. Þá hefir stjórnarnefndin fengið í hendur
málaleitan frá N.M. Petersen, prófessor í norrænum málum,
um að koma því til leiðar að Konráð Gíslason adjunkt verði
settur dósent í íslensku við háskólann, og skyldaður til, eins og
fyrir er mælt, að kenna þeim íslensku, sem kjósa að gerast emb-
ættismenn á íslandi, og leitað álits háskólaráðs af því tilefni.
Eftir að stjórnarnefndin hafði fengið ofangreinda álitsgerð í
hendur, sá hún ekki tilefni til að leggja allraauðmjúklegast fram
tillögu um að setja Konráð adjunkt Gíslason við háskólann.
Heimspekideildin var raunar á einu máli um, að Konráð væri
mjög hæfur vísindamaður, og mælti eindregið með að stjórn-
völd styrktu hann sem best þau gætu til vísindastarfa, en veru-
legur meirihluti heimspekideildar var samt þeirrar skoðunar, að
ekki ætti að mæla með því að hann yrði ráðinn að háskólanum,
sumpart vegna þess, að nýverið hafi verið stofnað prófessors-
embætti í norrænum málum og skipað í þá stöðu, og sumpart
vegna þess, að engin vissa sé fyrir hendi að Konráð Gíslason sé
gæddur nægum kennarahæfileikum, og að síðustu yrði að gæta
þess að ganga ekki of nærri vaxtatekjum varasjóðsins, sem verja
á til eflingar vísinda, og stofna ekki til útgjalda, sem tæpast geta
talist nauðsynleg. Háskólaráð var hins vegar á annarri skoðun
og taldi að allar aðstæður mæltu eindregið með setningu
Konráðs. Það áleit að hér væri um þvílíkan ávinning að ræða
fyrir háskólann, að það þjónaði illa þörfum hans að láta tæki-
færið, sem nú byðist, ganga sér úr greipum. Háskólaráð tók
84