Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 87
FRA KONRAÐI GISLASYNI
fram hversu allir hefðu verið á einu máli að viðurkenna þá
fágætu hæfileika, sem þessi ungi maður hefði sýnt á ýmsum
sviðum málvísinda, sumpart með útgáfum á fornritum og sum-
part með mjög mikilvægum málfræðirannsóknum og orðabók-
arstörfum, sem beri vitni um sjaldgæfa samfléttun gáfna og
starfshæfni, svo að hér beri vel í veiði fyrir háskólann að grípa
tækifærið. Háskólaráð taldi að ekki ætti að taka of mikið mark
á rökfærslu meiri hluta heimspekideildar gegn ráðningu
Konráðs. Rökin fyrir setningunni séu reist á áhuga á fræðunum.
Gagnrökin, að prófessorsembættið í norrænum málum sé þegar
fyrir hendi, tapi gildi sínu, líkt og sú staðreynd að Konráði
Gíslasyni hefir ekki gefist tækifæri til að gera lýðum ljóst, hvort
hann sé gæddur kennarahæfileikum eða ekki, og þeirri mæli-
stiku hafi aldrei verið beitt, þegar hæfni er metin. Um sparnað-
arviðhorfið er það að lokum að segja, að það hljóti meira vægi
en venja er til þegar vaxtatekjum varasjóðsins er ráðstafað,
vegna þess hvað það er mikilvægt að veita Konráði Gíslasjni þá
aðstöðu, að hann geti haldið áfram að búa hér í borginni. I lokin
setti háskólaráð fram þá skoðun, að ekki megi meta of lítils
skyldurnar við það land, sem eigi hér kost á að eignast glögg-
skyggnan túlkanda og unnanda íslenskrar tungu og bók-
mennta, og engum efa undirorpið, að Island eigi kröfu á að
hljóta. Þessi háskóli sé ekki eingöngu háskóli Danmerkur, held-
ur og háskóli Islands, sem krefjist að eftir því sé munað á sviði
vísindanna. Háskólaráðið benti á, að ef fornnorræn málvísindi
eigi nokkurs staðar að geta dafnað, þá sé það í höfuðborg Dan-
merkur, og samt vanti mikið á að ákjósanlegt megi teljast. Það
skorti nýjan og þróttmikinn einstakling til að gjöra þó ekki væri
nema það nauðsynlegasta.
I samræmi við þessa skoðun lagði háskólaráð til, gegn einu
atkvæði, að Konráð Gíslason yrði settur dósent í íslenskri mál-
fræði. Stjórnarnefndin gat samt ekki fallist á afstöðu háskóla-
ráðs og taldi, líkt og áður, að ekki ætti að veita Konráði stöðu
þá, sem lagt var til að hann fengi, þannig að hún gæti ekki annað
85