Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 88
SKAGFIRÐINGABÓK
en ráðið frá því í fyllstu undirgefni, að hin endurnýjaða umsókn
hans verði tekin til athugunar.
Stjórnarnefndin ætlar ekki á nokkurn hátt að andmæla því,
sem heimspekideild og háskólaráð hefir tjáð sig um og liggur
fyrir varðandi vísindalega hæfni Konráðs Gíslasonar adjunkts,
og þau fyrirheit, sem bókmenntaleg störf hans hafa gefið. Hins
vegar er stjórnarnefndin í miklum vafa um, að varanleg búseta
í Kaupmannahöfn sé nauðsynlegt skilyrði þess að hann geti
haldið áfram með, og sér í lagi lokið þeirri orðabókarvinnu, sem
hann hefir nú með höndum, eða að hann geti ekki haldið þeim
áfram samhliða starfi sínu við Lærða skólann í Reykjavík og
sinnt þar eigin hugðarefnum og vísindalegum rannsóknum.
Stjórnarnefndin telur það einnig mjög miður, ef jafn dugandi,
hæfileikaríkur og lærður maður og Konráð adjunkt Gíslason
láti undir höfuð leggjast að helga föðurlandi sínu krafta sína og
Lærða skólanum sér í lagi. Þar muni hann finna sér viðfangsefni
við hæfi. Það mundi hafa ómetanlegt gildi fyrir umrædda
menntastofnun, þróun hennar og allan viðgang, ef hæfir vís-
indamenn gerðust starfsmenn hennar, í stað þess að þangað leit-
uðu undirmálsmenn til kennslustarfa.
Þannig er stjórnarnefndin enn þeirrar skoðunar, að ekki
verði fundinn heppilegri vettvangur fyrir hæfileika Konráðs
Gíslasonar og hæfni hans sem vísindamanns en einmitt sú staða,
sem honum hefir allramildilegast verið veitt. Hins vegar geti
stjórnarnefndin ekki sannfærst um, að rökin sem háskólaráð
ber fram um að ráða hann að háskólanum, séu jafn þung á
metunum og það lætur í veðri vaka. Samkvæmt því, sem hér er
greint, getur stjórnarnefndin nefnilega ekki séð, að ráðning
Konráðs Gíslasonar að háskólanum sé svo mikilvæg, að ekki sé
æskilegra að hann gegni þeirri stöðu, sem hann hefir nú. Ekki er
heldur hægt að gera of mikið með þá skoðun háskólaráðs, hvað
ráðning ágæts kennara sé mikill ávinningur fyrir háskólann, svo
lengi sem háskólinn hefir viðurkenndan vísindamann á góðum
starfsaldri til að gegna embætti prófessors í norrænum málum,
86