Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 89
I'RA KONKAÐI GISLASYNI
eins og nú er raunin. Enn síður getur stjórnarnefndin viður-
kennt, að íslensk tunga og bókmenntir njóti ekki þeirra réttinda
sem krafist verður, meðan svo er að þeim búið. Pví telur stjórn-
arnefndin, að umfram allt eigi allraauðmjúklegast að sýna fram
á að það sé miðlungi vel grundað og gæti orðið hættulegt for-
dæmi, ef fastsett yrði að verulegum hluta ráðstöfunartekna af
vöxtum varasjóðsins yrði ráðstafað til að kosta dósenta í þeirri
kennslugrein, sem hér er til umræðu og varðar háskólann næsta
lítið, meðan því fer fjarri að hinu eiginlega markmiði sé náð,
sem vaxtaupphæðinni var ætlað að stuðla að, sem er að gera
þeim kleift að koma að háskólanum, sem skara fram úr og ætla
má að geti orðið dósentar í þeim greinum, þar sem nú eru pró-
fessorsembætti fyrir og hljóta þau eftir því sem þau losna, en
sumpart með því að setja dósenta í þeim greinum sem æskilegt
er talið að taka upp, þegar aðstæður leyfa. Með embættisveit-
ingu eins og þeirri sem hér er talað um, mundi varasjóðurinn
missa nauðsynlega fjármuni, sem þarf til að standa straum af
væntanlegum útgjöldum vegna viðfangsefna, sem eru í meira
samræmi við markmið sjóðsins.
Tillaga D.G. Monrads
Kristján konungur VIII andaðist 20. janúar 1848 eins og áður
getur. Friðrik VII tók við konungdómi að föður sínum látnum,
en afsalaði sér einveldi konungs, svo að þingræðisstjórn var
mynduð í síðari hluta marsmánaðar. Stjórnarstofnanir einveld-
isins hurfu af sjónarsviðinu ein eftir aðra og ráðuneyti komu í
þeirra stað. I stað stjórnarnefndar háskólans og lærðu skólanna
kom menntamálaráðuneyti, sem fór með kirkju- og skólamál.
Ráðherrann, sem fór með þessi mál, hét D.G. Monrad og var úr
röðum þjóðfrelsismanna. Ætla má að hann hafi kynnst Konráði
á stúdentsárum beggja, t.a.m. á Borchs kollegium, en Monrad
bjó þar um skeið. Það kom í hans hlut að leiða þetta mál til
87