Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 92
SKAGFIRÐINGABÓK
sem þurfi til rannsókna á fornnorrænu máli og sögu. Samt hafi
verulega minna áunnist en æskilegt væri, að aðeins það nauð-
synlegasta hafi verið gert og mikils og hvetjandi átaks sé þörf.
Með skírskotun til þessara raka hefir háskólaráð lagt til, gegn
einu atkvæði, að Konráð adjunkt Gíslason verði settur dósent
í íslenskri málfræði.
Þar sem ráðuneytið er sömu skoðunar og háskólaráð í þessu
máli fellst það á að mæla allraauðmjúklegast með, að Konráð
Gíslason hljóti embætti það, sem óskað er eftir. Einnig dirfist eg
að gera þá athugasemd til viðbótar, að rétt sé að setja hann með
sömu kjörum og á sama hátt og magister Schjern og magister
Ussing á sínum tíma og hljóti 600 dala laun á ári, sem greidd
verði af tiltækum vaxtatekjum varasjóðsins undir 8. lið í fjár-
hagsáætlun háskólans, og legg því til í dýpstu auðmýkt:
Að Konráð Gíslason, adjunkt við Lærða skólann í Reykja-
vík, verði allranáðugast tilnefndur aukadósent við Kaupmanna-
hafnarháskóla sem lektor í fornnorrænum málum með 600 dala
launum á ári, sem greiðist af tiltækum vaxtatekjum varasjóðs
háskólans samkvæmt 8. gjaldalið.
Ráðuneyti kirkju- og kennslumála, hinn 26. apríl 1848
D.G. Monrad
Konungur skrifaði undir þessa tillögu 2. maí 1848 með sama
formála og að ofan er skráður. Konráð gegndi þessu starfi í rúm
14 ár. N.M. Petersen andaðist 11. maí 1862, og var Konráði
veitt embætti hans 7. júlí 1862. Aftur var það D.G. Monrad sem
gekk frá veitingunni sem menntamálaráðherra. I greinargerð
með henni kemur fram, að Konráði hafði verið ætlað embætti
Petersens þegar það losnaði, og hann hafi verið prófessor að
nafnbót frá árinu 1853. Konráð Gíslason sagði af sér sem pró-
fessor árið 1886, þá kominn fast að áttræðu.
Desember 1990
90