Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 93
SUNDLAUGIN í VARMAHLÍÐ
MINNINGABROT FRÁ LIÐNUM ÁRUM
eftir GUÐJÓN INGIMUNDARSON
I árbók Skagfirðinga, sem var skagfirzkt annálarit, og á þessum
tíma í samantekt Stefáns Vagnssonar, segir svo um vígslu sund-
laugarinnar í Varmahlíð 27. ágúst 1939:
HÉRAÐSHÁTÍÐ í VARMAHLÍÐ
Sunnudaginn í 19. viku sumars var afar fjölmenn sam-
koma haldin í Varmahlíð. Var tilefni hennar það, að nú
átti að vígja hina myndarlegu sundlaug, sem þá var
nýbyggð. Er hún 33,35 m löng, 12,5 m breið og mesta
dýpt í vatni 3,03 m; grynnst vatn er 0,83 m. Efnið er járn-
bent steinsteypa og allur frágangur hinn vandaðasti, enda
kostnaður við hana um 30 þús. krónur. Heitt vatn er leitt
í hana, eftir járnpípum, úr hver uppí hólnum.
Samkoman hófst með guðsþjónustu og embættaði sr.
Tryggvi H. Kvaran að Mælifelli, en Karlakór Sauðár-
króks annaðist sönginn. Því næst fluttu þeir ræður: Árni
J. Hafstað, Vík, Pálmi Hannesson rektor, Gísli Jónasson
kennari í Reykjavík og afhenti um leið dýrindisbikar, sem
árlega skyldi keppt um á samkomu Varmahlíðarfélagsins,
eftir tilskildum reglum. Höfðu nokkrir Skagfirðingar í
Reykjavík gefið þennan góða grip. Þá töluðu Jón Jónsson
bóndi á Hofi, Olafur Sigurðsson á Hellulandi, Stefán
Vagnsson bóndi á Hjaltastöðum (hann var fyrsti sund-
kennari við gömlu laugina í Reykjarhólnum) og svo for-
91