Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 99
SUNDLAUGIN í VARMAHLlÐ
kirkja né héraðsskóli í því formi, sem fyrr var hugsað og ætlað.
Hugsjónir frumherjanna hafa því á margan hátt rætzt, þó
sumar á nokkuð annan veg en ætlað var.
Aður en leið mín lá hingað norður í Skagafjörð hafði ég dval-
izt um áratug á héraðsskóla, fyrst í Reykholti í Borgarfirði sem
nemandi og starfsmaður og síðan sem nemandi og kennari á
Laugarvatni. Kynni mín af héraðsskólum voru því orðin veru-
leg. Eg leit á þessar stofnanir sem sérlega góðar og þarfar fyrir
æskufólk landsins og fýsti að starfa á slíkum stað.
Við Jónas Halldórsson höfðum verið sundfélagar um skeið
og hann boðið mér að koma með sér norður til vígsluhátíðar
sundlaugarinnar í Varmahlíð. Það gat ég hinsvegar ekki þegið,
þar sem ég var flokksstjóri í unglingavinnu við vegagerð á Þing-
völlum þetta sumar. Þá var heldur ekki jafn auðvelt og nú að
skjótast milli landshluta.
Þegar eftir því var leitað að ég kenndi sund í Varmahlíð vorið
1940, tók ég því. Ég leit svo á, að hér væri héraðsskóli í hraðri
uppbyggingu og sundlaugin aðeins fyrsta mannvirki hans.
Tímamótaár
Árið 1940 var í raun tímamótaár á margan hátt. Eitt af því, sem
þá gerðist, var setning íþróttalaganna. Meðal margra, sem að
þeim unnu og þrýstu á um samþykkt þeirra, voru Skagfirðing-
arnir Hermann Jónasson, sem þá var forsætisráðherra og telja
má algeran frumkvöðul þeirra, og Pálmi Hannesson alþm. Með
lögum þessum urðum við Islendingar fyrstir allra þjóða til þess
að lögleiða sundskyldu í barnaskólum, þannig að sund varð ein
þeirra námsgreina, sem til prófs voru tekin.
Með íþróttalögunum var stofnað embætti íþróttafulltrúa
ríkisins og í það starf ráðinn Þorsteinn Einarsson, sem flestir
fullorðnir þekkja. Hann sinnti þessu starfi af hugsjón og reisn í
fjörutíu ár. Með lögum þessum urðu algjör þáttaskil í uppbygg-
7 Skagfirdingabók
97