Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
ingu íþróttamannvirkja og allri íþróttastarfsemi hér á landi, en
um það verður ekki fjallað hér.
Sundkennsla
Eins og fyrr er sagt var erindi mitt norður í Skagafjörð að kenna
sund í hinni nýju Varmahlíðarlaug, og í tengslum við það að
laða héraðsbúa til þess að senda börn sín til sundnáms og full-
nægja þannig nýsettum lögum.
Norður hélt ég því með rútunni eftir miðjan maí 1940. Ferðin
gekk greiðlega norður í Bólstaðarhlíð. Lengra varð ekki komizt
á bíl svo snemma vors. Farangurinn var því drifinn á bakið og
reiðhjólið, sem meðferðis var, teymt við hlið sér og haldið á
Vatnsskarðið. Reiðhjólið varð fremur til trafala en gagns vegna
aurbleytu og óvegar. Þannig var haldið norður yfir, að Víði-
mýri, en þangað var kominn hálfkassabíll til að sækja farþega
af rútunni. Með honum farið niður í Varmahlíð og þaðan eftir
smástund á reiðhjólinu út í Vík til Arna Hafstað, þar sem ég
gisti fyrstu nóttina í Skagafirði.
Þetta vor hófst sundkennsla 20. maí og stóð til 15. júlí. Gert
var ráð fyrir hálfsmánaðar námskeiðum, en á þessu varð þó all-
ur gangur. Sumir voru skemmri tíma en aðrir lengri. Samtals
urðu nemendur mínir þetta vor 213 á öllum aldri, sá elzti kom-
inn yfir fimmtugt. Nú er þetta fólk afar og ömmur, ef ekki
langafar og langömmur þeirra, sem nú ganga í grunnskóla.
A þessum árum var dagurinn nýttur út í æsar og þótti illa að
verið ef ekki var farið í laugina a.m.k. fjórum til fimm sinnum,
helzt sex sinnum. Frímínútur milli tíma þekktust ekki og var
einn hópurinn kallaður ofaní, þegar annar fór uppúr. Nemend-
ur voru oft á annað hundrað daglega og allir þurftu að fá sína
þjónustu. Dagarnir reyndust því að jafnaði allt of stuttir.
Fyrstu fjögur árin var ég einn við þessa kennslu, en 1944 fékk
ég mér til aðstoðar Gísla Felixson í Húsey, sem þá var orðinn,
98