Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 104
SKAGFIRÐINGABÓK
um. Sum fengu mat sendan með rútunni og hann síðan hitaður
upp í tjaldi Lindemanns.
Ekki var alltaf sól og blíða. Stundum hvessti og gerði suðvest-
an rok. Þá var tilbreyting í að tjóðra niður tjöldin eða bjarga
íbúum þeirra í hús, svo að þeir fykju ekki út í veður og vind.
Þetta voru sem sagt dásamlegir dagar, fullir af lífi og athöfnum,
lífsþrótti og önnum.
Þannig voru fyrstu vorin í Varmahlíð. En tímarnir breytast
og viðhorf til daglegs lífs verða önnur. Daglegir flutningar á
skólafólki til sundnáms koma til.
Úr tjöldum í bíla. „Gula hættan“
Það mun hafa verið 1948, sem farið var að flytja skólafólk frá
Sauðárkróki daglega til sundnáms í Varmahlíð. Bílaöldin gekk
í garð. Námskeiðin urðu þá í fastara formi en áður og’sund-
kennsla markvissari en um leið vélrænni. Þessum hætti var
haldið svo lengi sem börn frá Sauðárkróki nutu sundnáms í
Varmahlíð, eða til vors 1956. Margir bílar voru notaðir til þess-
ara flutninga fyrr og síðar. Mér er þó einn sérstaklega minnis-
stæður.
Fyrir miðjan fimmta áratuginn flutti til Sauðárkróks frá
Siglufirði Baldvin Kristinsson með bílaútgerð. Hann gekk að
jafnaði undir nafninu „Baldi blúss“. Hann var skjóturísvörum,
skjótur í ákvörðunum, skjótur í förum og sjaldan ráðalaus.
Hann keypti Fordbíl frá Bandaríkjunum, gulan strætisvagn,
árg. 1947, 26 manna. Hann var hár til lofts en lágur frá jörðu,
gerður fyrir amerískar malbikaðar hraðbrautir. Þessi bíll fékk
fljótlega nafnið „Gula hættan“.
A þessum árum var unnið að opnun bílaumferðar um Siglu-
fjarðarskarð. Bíllinn var í fyrstu, ásamt öðrum, notaður til
mannflutninga út á Skarðið og síðar alla leið til Siglufjarðar. Það
voru því engin undur þótt í honum færi fljótlega að skrölta eftir
102