Skagfirðingabók - 01.01.1991, Qupperneq 106
SKAGFIRÐINGABÓK
Fyrsta námskeiðið var íþróttanámskeið, sem stóð í 20 daga,
frá 23. október til 15. nóvember. Þátttakendur voru alls 11.
Bræður tveir skiptu með sér tímanum, þannig að daglega voru
þátttakendur 10. A þessu námskeiði annaðist ég einn kennslu.
Samkvæmt samtíma heimildum í skýrslu um námskeiðið segir
svo:
Kennt var sund, frjálsar íþróttir, knattleikir og aðrir leikir
og fimleikar. Starfsskrá: Kl. 8:15 f.h. morgunleikfimi, kl.
10 knattleikir úti, kl. 11 sund, kl. 1:30 fimleikar, kl. 2:30
leikir eða íþróttir, kl. 4:30 frjálsar íþróttir, kl. 5 innileikir.
Eftir það þvottur og ræsting á fimleikasal. ...
Sundlaug: Meðalhiti 20°C, minnstur hitil5°C. ... Stein-
ar notaðir sem kúlur, kúplingsdiskur úr Chevrolet sem
kringla.
Síðar segir svo:
Námskeiðið á enda, sýning um kvöldið. (15. nóv.) Gestir
um 200. Þrír úr skólanefnd mættu, þeir Árni Hafstað,
Sigurður Sigurðsson og Jón á Hofi. Séra Halldór Kol-
beins flutti ræðu um þjóðernisvitund að aflokinni sýn-
ingu.
Meðan á námskeiðinu stóð, ákvað hópurinn að endaþað með
samkomu, þar sem fram færu ræðuhöld, fimleikasýning og
dans. Eftir að þetta var ákveðið, undirbúningur í fullum gangi
og leitað hafði verið eftir harmonikuleikara, kom í ljós, að fyrir-
hugaður var á sama tíma dansleikur í þinghúsinu á Lýtingsstöð-
um. Sett var á ráðstefna og ákveðið að gefast ekki upp, en herða
undirbúninginn bæði innávið og útávið. Fenginn var harmon-
íkuleikari, heimasæta utan úr Sléttuhlíð, kaffibrauð hrært,
hnoðað og bakað, þrifið og pússað. Það fór enda svo, að til okk-
ar komu um 200 gestir, en dansleiknum í þinghúsinu á Lýtings-
stöðum var aflýst.
104