Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 108
SKAGFIRÐINGABÓK
vallartölur þær, að gert var ráð fyrir að 10 þúsund íslendingar
syntu, eða 7% þjóðarinnar, 105 þúsund Finnar, eða 2.6%, 150
þúsund Svíar, eða 2.1%, 40 þúsund Danir, eða 1.8% og 35 þús-
und Norðmenn, eða 1.1%. Jöfnunartölur voru svo fundnar út
frá þessari áætlun og skyldu úrslit reiknuð út frá þeim.
Ekki er að orðlengja það. Islendingar tóku þessari keppni
eins og hverri annarri frelsisbaráttu, þar sem allt var lagt í söl-
urnar til að sigra. Ut voru gefnir hvatningapésar, ávörp flutt og
forustumenn þjóðarinnar syntu fyrsta sprettinn. Frændþjóð-
irnar skyldu nú sjá „hvar Davíð keypti ölið“. Nefndir voru
kosnar vítt um land til að sjá um áróður og þátttöku og í þær
gjarnan valdir menn, sem vanir voru „smölun“ á pólitískum
vettvangi.
Arangurinn varð enda stórkostlegur. Islendingar sigruðu í
keppninni með 36 þúsund þátttakendur, eða 25% þjóðarinnar,
Finnar voru næstir með 6% þátttöku og hinar þjóðirnar enn
lægri, eða allt niður í 1 % þátttöku. Það orkaði því ekki tvímælis
um sigurvegarann.
Keppni var á milli héraða og var Skagafjarðarsýsla fjórða í
röð þeirra með 686 þátttakendur, eða 25,7%. Sauðárkrókur var
sjötti í röð kaupstaðanna með 311 þátttakendur, eða 30,6%, og
þá sá eini þeirra, sem ekki hafði sundlaug. Af þessum 1000 þátt-
takendum í héraðinu syntu auðvitað langflestir í Varmahlíðar-
laug.
Margt skemmtilegt mætti auðvitað segja frá þessari fyrstu
norrænu sundkeppni. I íþróttablaðinu, 8. tbl. 1951 segir svo:
Verkamaður á Sauðárkróki fór á hverju kvöldi um nokk-
urn tíma fram að Varmahlíð til þess að læra að synda og
tók 200 metrana.
Þetta var raunar trésmiðurinn Reynir Ragnarsson.
Mér eru ýmis atriði, eða atvik, minnisstæð frá þessari keppni.
Hjá mér voru í sundi tvær Sigurbjargir, önnur 5 ára en hin
106