Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 110
SKAGFIRÐINGABÓK
Hann kom og vildi synda 200 metrana, hafði fengið sér eitthvað
hjartastyrkjandi til að auka sér kjark og þor. Eg var í vafa. Atti
ég að leyfa honum að reyna? Já, auðvitað. Hann lagði af stað,
synti sína 200 metra með ágætum, hélt höfðinu yfir vatnsborðið
alla leið og sagði mér sögur þann tíma, sem sundið tók.
Þá var það ekki svo títt, sem nú er orðið, að ófrískar konur,
jafnvel komnar langt á leið, stunduðu sund. Ein af þeim kom til
mín eitt kvöldið og bað mig að koma með sér upp að laug. Hún
ætlaði að synda 200 metrana, sem hún og gerði. Þjóðarstoltið
bauð okkur að sigra. A öðru var ekki kostur.
Norrænar sundkeppnir hafa verið haldnar síðan a.m.k. fimm
sinnum og með breytilegum hætti. Vegna yfirburða okkar í
þeirri fyrstu voru reglur í hinum síðari svo óhagstæðar okkur,
að lítil von var til að sigra í þeim. Þó var þátttaka okkar 1954
heldur meiri en 1951 eða 25,2%. Þá sigruðu Svíar með 2.1%
þátttöku.
Fyrsta samnorræna sundkeppnin var alveg sérstök. Hinar
síðari náðu aldrei svo djúpt í þjóðarsálina sem hún.
Skyndimyndir
A langri leið hljóta að festast í minni ýmsar myndir augnabliks-
ins. Ekki af því að þessi augnablik séu öðrum merkilegri, heldur
af því að þau skilja eftir í hugskotinu eitthvað, sem þaðan vill
ekki víkja. Þannig getur það jafnvel orðið hjá sundkennara. Sig-
ur nemandans yfir sjálfum sér getur greypzt í hugskot kennar-
ans sem sigur hans einnig. Mér eru nokkur slík atvik öðrum
minnisstæðari. Reykvíkskur drengur, um það bil 13 ára, í sveit
á bæ við Skagafjarðarbrautina, kom í bílinn á leiðinni í Varma-
hlíð. Honum fylgdu þau orð frá föður hans, sem ég þekkti úr
íþróttastarfinu, að hann væri vatnshræddur og búinn að vera á
hverju sundnámskeiðinu eftir öðru án þess að komast á flot.
Drengurinn var stór og sterkur, fallegur drengur, en óttinn
108