Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 112
SKAGFIRÐINGABOK
kom fyrir að einn og einn, sem í laug fór, vildi hafa sápustykkið
með sér í laugina, til þess að þvo sér þar.
Einu sinni kom það fyrir eftir kennslu, er ég var kominn heim
í hús og lá uppi í legubekk, að hrópað var: „Það er maður að
drukkna í lauginni!“ Auðvitað þaut ég óðara skólaus uppeftir.
Þegar þangað kom hafði einn nemandi minn í sundinu, Svavar
Hjörleifsson á Kimbastöðum, stungið sér eftir sundlaugargest-
inum, sem var framan úr sveit, náð honum uppúr og hafið lífg-
unaraðgerðir. Kallað var á lækni, og náði maðurinn sér fljótlega
eftir baðið og hélt heim á leið.
Grettisbikarinn
Eins og fyrr er sagt, var Grettisbikarinn afhentur við vígslu
sundlaugarinnar 27. ágúst 1939. Bikarinn er vandaður ogfagur-
lega gerður silfurbikar, um 24,5 sm á hæð, eftir listamanninn
Leif Kaldal gullsmið. Á honum er upphleypt mynd af hafsýn út
Skagafjörð með Drangey í öndvegi, enda skyldi bikarinn heita
Grettisbikarinn og um hann keppt af Skagfirðingum í 500 m
sundi, frjálsri aðferð, og fylgdi sigri í sundinu sæmdarheitið
Sundkappi Skagfirðinga. Bikarnum fylgdi gjörðabók, mikil og
vönduð bók í alskinni, sem í skyldi rita árangur sundkeppninn-
ar hverju sinni. Fremst í bókinni eru svohljóðandi:
REGLUR FYRIR GRETTISBIKARINN
1. gr. Silfurbikar þessi er gefinn 27. ágúst 1939 af nokkrum Skag-
firðingum, búsettum í Reykjavík, þegar sundlaugin við
Reykjarhól í Skagafirði var vígð. Bikarinn er farandgripur og
skal heita Grettisbikarinn.
2. gr. Keppt skal um Grettisbikarinn árlega í 500 stiku sundi,
frjálsri aðferð, í sundlaug Skagfirðinga við Reykjarhól.
110