Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 114
SKAGFIRÐINGABÓK
3. gr. Stjórn Varmahlíðarfélagsins skal sjá um sundkeppni þessa
árlega, og skal hún fara fram í lok júní, eða byrjun júlímán-
aðar. Ollum Skagfirðingum, sem heima eiga í héraðinu, er
heimil þátttaka.
4. gr. Keppa skal eftir sundreglum I.S.I.
5. gr. Grettisbikarinn vinnst aldrei til fullrar eignar, en sérstök
gjörðabók skal fylgja honum, þar sem skrásett sé stuttorð
frásögn um sundkeppnina, ásamt nöfnum keppenda, árangri
og dagsetningu. Ætlast er til, að ljósmyndir frá keppninni
séu límdar í gjörðabók þessa og að hver skýrsla sé undirrituð
af viðkomandi sunddómurum. Gjörðabókin skal fylgja bik-
arnum.
6. gr. Stjórn Varmahlíðarfélagsins skal láta vátryggja Grettisbikar-
inn og gjörðabókina gegn eldsvoða og skemmdum.
7. gr. Sá, sem hlýtur Grettisbikarinn, ber sæmdarheitið: Sund-
kappi Skagfirðinga, meðan hann er handhafi bikarsins.
8. gr. Að loknu móti skal afhenda sigurvegaranum Grettisbikar-
inn og gjörðabókina, og um leið skýra stuttlega frá sund-
keppninni.
9. gr. Handhafi Grettisbikarsins og gjörðabókarinnar skal skila
hvorutveggja til stjórnar Varmahlíðarfélagsins, að minnsta
kosti mánuði fyrir næstu sundkeppni. Skemmist bikarinn
eða bókin hjá handhafa, skal hann skyldur að bæta það að
fullu.
10. gr. Allur ágóði, sem kann að verða af sundkeppni þessari, skal
ganga til sundlaugar Skagfirðinga, og því næst til annarra
íþróttamála í héraðinu.
11. gr. Breytingar á reglugerð þessari er aðeins hægt að gera með
samþykki stjórnar Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og
forseta I.S.I.
I stjórn Skagfirðingafélagsins í Reykjavík.
Reykjavík 27. ágúst 1939
Pálmi Hannesson Magnús Jónsson
Pétr Jónsson Císli Jónasson
Steingrímur Steinþórsson
112
J