Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 115
SUNDLAUGIN f VARMAHLÍÐ
Með tilliti til þessara veglegu gripa þótti við hæfi að vanda til
innfærslu frásagna af sundinu og til þess fenginn þáverandi
sýslumaður, sem var hvorttveggja í senn, stílisti og fallega skrif-
andi. Færði hann í bókina frásagnir af þremur fyrstu mótunum.
Síðan hvarf bókin af sjónarsviðinu.
Fjörutíu árum síðar var farið að svipast um eftir gjörðabók-
inni, og fannst hún samkvæmt tilgátu í góðri og öruggri
geymslu í eldtraustum skjalaskáp sýslumannsembættisins, en
frekari innfærslur höfðu ekki átt sér stað.
Þar sem til voru heimildir frá öllum sundmótum í héraðinu
frá þessu tímabili, og þar með frá Grettissundi, þótti rétt að
bæta úr í þessu efni og koma á síður bókarinnar niðurstöðum úr
Grettissundi, þó ekki væri með þeim ágætum, sem í upphafi var
ætlað, og hefur það nú verið gert.
A þessari hálfu öld hefur verið keppt um bikarinn 48 sinnum
(1989). A tímabilinu 1940 til 1946 fór sundkeppnin fram á veg-
um Varmahlíðarfélagsins, eins og reglugerð sagði til um. Fyrstu
árin var sundið einn liður í fjölþættari samkomum, þar sem
fram fóru ræðuhöld, söngur og dans, að jafnaði í sýslutjaldinu,
Skagfirðingabúð. Og fleira kom stundum til. Arið 1943 kom
sundflokkur frá Sundfélaginu Ægi úr Reykjavík og sýndi sund
og sundknattleik. Einnig kom úrvalsflokkur karla úr Armanni
og sýndi fimleika niðri á Kvíslarbökkum. Þessar samkomur
sóttu að jafnaði mörg hundruð manna. Ahuginn fór síðan dvín-
andi og 1947 féll sundmót Varmahlíðarfélagsins niður og þar
með keppni um Grettisbikarinn það árið.
A þessum fyrstu árum byggðist þátttaka í sundmótum ein-
göngu á framtaki sundkennarans. Þá var sími aðeins á fáum bæj-
um og því ekki auðvelt um vik. Eg minnist þess, að eitt vorið,
daginn fyrir mótið, fékk ég lánaðan jeppa hjá Sigurpáli í Lundi
niður í Hólm, fram í Vallholt og á nágrannabæi til þess að hitta
unglingana og fá þá til þátttöku í sundinu.
Samkomulag varð á milli stjórnar Varmahlíðarfélagsins og
stjórnar Ungmennasambands Skagafjarðar um að það tæki að
8 Skagfirdingabók
113