Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 117
SUNDLAUGIN í VARMAHLÍÐ
mót sambandsins síðan oftast verið haldin í Sundlaug Sauðár-
króks, en einnig að Sólgörðum í Fljótum, auk Varmahlíðar.
Fyrstu fimm árin var eingöngu synt bringusund um Grettis-
bikarinn, en 1945 synti Gísli Felixson fyrstur manna alla leiðina
á skriðsundi. A árabilinu 1950 til 1964 réði bringusundið aftur
ríkjum, en þá tók skriðsundið við á ný og hefur haldið velli
síðan.
Það gerðist svo 1974, að kona gaf sig í fyrsta skipti fram til
þátttöku í sundinu. Mótsstjórn og stjórn UMSS varð því að taka
ákvörðun um, hvernig með skyldi farið. I reglugerðinni um
bikarinn var ekkert, sem mælti gegn því að kona gæti orðið
„Sundkappi Skagfirðinga". Hinsvegar varð sú skoðun ofan á,
að gefendurnir hefðu hugsað þetta karlakeppni og ekki látið sér
detta í hug að konur færu að sækja fram til þátttöku í þessu
sundi og jafnvel sigurs. Auk þess væri ekki leyfilegt, samkvæmt
reglum Sundsambands Islands að setja upp þannig keppni milli
kynja. Ákvörðunin varð því sú, að bikarinn og sæmdarheitið
skyldi „erfast í karllegg“ og eingöngu þeir gætu því hampað
bikarnum. Konur skyldu þó fá að keppa með í sundinu og til
annarra verðlauna en Grettisbikarsins. Þetta kom ekki að sök í
þetta sinn, því að konan varð þriðja í röðinni og um leið síðust.
En annað kom á daginn síðar, því að konur hafa tíu sinnum
tekið þátt í þessu sundi undir sömu reglum, og sjö sinnum kom-
ið fyrstar í mark. Kona á einnig næst beztan tíma allra í þessu
sundi fyrr og síðar. Sama konan vann sundið fjórum sinnum í
röð.1
Á þessum árum jafnréttis kynja sýnist því vera kominn tími
til að endurskoða fyrr teknar ákvarðanir á einhvern hátt og
„gera eitthvað í málinu“.
A þessu 50 ára tímabili hefur verið keppt um Grettisbikarinn
48 sinnum. Vinnendur bikarsins, í samræmi við það sem fyrr er
1 Ingibjörg Guðjónsdóttir. Ritstj.
115