Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 122
SKAGFIRÐINGABÓK
munu eðlilega vera færri, sem þekkja nafn konu hans, Halldóru
Arnadóttur.
I annálum er heldri kvenna getið, því þær voru dætur valda-
mikilla feðra, voru gott gjaforð og síðar eiginkonur sinna ágætu
manna og mæður efnilegra sona. Það þarf auðvitað engan að
undra, þó rit þessi séu ekki margorð um konur. Ríkjandi þjóð-
skipulag og tíðarandi allur gerði ekki ráð fyrir afskiptum
kvenna af þjóðmálum.
Oðru máli gegnir um karlmenn. Annálarnir segja mikið frá
þeim mönnum, sem settu svip sinn á öldina, eða með öðrum
orðum skópu söguna. Guðbrandur var einn þeirra manna, og
áhrif hans á þjóðfélagið voru mikil, einnig ef til lengri tíma er
litið. Hann hlýtur því að hafa verið óvenju sterkur persónuleiki
í sínu nánasta umhverfi. Þó saga hans sé vel þekkt, þá verða hér
rifjuð upp helztu æviatriði hans, til að lesendur eigi auðveldara
með að kynnast aldarhætti þessa tíma, en reynt verður að stikla
á stóru.
I dag er Guðbrands minnzt sem eins höfuðbiskups íslenzkrar
kirkju, og hann er óumdeilanlega sá maður, sem festi lúterskan
sið hér á landi og mótaði þannig trúarskoðanir landsmanna
fram eftir öldum. En meðal samtíðarmanna sinna var hann
vissulega umdeildur. Svo vill jafnan verða um þá menn, sem
mikið er gefið, bæði af því sem okkur er ósjálfrátt og eins þess,
sem hver og einn aflar sér í formi valda og veraldargæða.
Hann var fæddur árið 1541 eða 1542, heimildum ber ekki
saman um fæðingarár hans, og var sonur séra Þorláks Hall-
grímssonar, síðast prests á Mel, nú Melstað í Miðfirði, og konu
hans Helgu Jónsdóttur, lögmanns Sigmundssonar. Jón lög-
maður átti í miklum deilum við Gottskálk biskup Nikulásson
og varð af þeim sökum fyrir miklum eignamissi.
Guðbrandur hóf nám í Hólaskóla, varð þar síðar kennari
(heyrari) einn vetur, en stundaði síðan nám við Kaupmanna-
hafnarháskóla í þrjú eða fjögur ár og lauk þaðan prófi 1564. Eft-
ir það varð hann rektor Skálholtsskóla til ársins 1567. Hann tók
120