Skagfirðingabók - 01.01.1991, Qupperneq 128
SKAGFIRÐINGABOK
en þá lögðu heldri menn mikið upp úr fagurlega gerðum reið-
verum; auk útskurðar voru þau oft með málmskrauti. Reiðver
manna voru stöðutákn þeirra tíma á svipaðan hátt og glæsivagn-
ar nútímans.
Um útlit og gerð hattsins þess „dýra enska“, sem hún fékk
einnig frá brúðgumanum, eru engar heimildir. Þetta er á stjórn-
arárum Elísabetar I Englandsdrottningar og búningar ærið
skrautlegir og íburðarmiklir. Ekkert er tekið fram um, hvaðan
söðullinn er fenginn, svo hann getur einnig hafa verið enskur. I
fljótu bragði virðist okkur eðlilegra, að biskup hefði viðskipti
við Kaupmannahöfn en England. Það þarf þó ekki að vera, því
hann hefur haft sín sambönd til viðskipta við aðrar þjóðir, auk
þess sem varningur frá Englandi eða öðrum löndum getur hafa
komið um Kaupmannahöfn.
„Halldóra Arnadóttir kona Guðbrands biskups var merkileg
að öllu, fríð sýnum og því að kostum . . .“ segir Espólín8 og hef-
ur trúlega verið sannmæli. Eru heimildir um fríðar konur í
hennar ætt, til dæmis var fyrri kona Arngríms lærða, Solveig
Gunnarsdóttir, talin allra kvenna fríðust, svo hún var kölluð
„Solveig kvennablómi",9 en þær Halldóra voru bræðradætur.
Alkunna er og að fríðleikur eða önnur líkamleg einkenni hald-
ast í ættum.
Engar heimildir höfum við um menntun biskupsfrúarinnar.
„Um menntun kvenna í heldri manna stétt um þessar mundir
höfum við fátt gagna; vafalaust hefir hún verið misjöfn og yfir-
leitt minni rækt lögð við þær, en bræður þeirra.“10 Heimilið að
Hlíðarenda þótti hið menningarlegasta, og um Arnaervitað, að
hann „hafði ungur lagt sig eftir lærdómsmenntum, og sigldi
héðan af landi til meiri menningar."11 Allar líkur benda því til,
að Halldóra biskupsfrú hafi verið vel að sér til munns og handa.
Arngrímur lærði segir, að hún hafi verið hin „mætasta kona“.12
Næsta ár, 1573, fæddist þeim biskupshjónum dóttir, og fékk
hún nafnið Halldóra. I heimildum kemur fram, að þau hafi
eignazt mörg börn, en nokkur þeirra hafi látizt í frumbernsku.
126